Fréttir

Stormur í Reykjavík

FORELDRAR HVATTIR TIL AÐ FYLGJA BÖRNUM SÍNUM VEGNA VEÐURS

Í samræmi við óskir lögreglu og slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hvetjum við foreldra til að sækja börn sín í Mjölni í dag eftir æfingar og einnig að fylgja þeim þangað hyggist þau mæta.
Lesa meira
Grettismót 2016

GRETTISMÓT MJÖLNIS 2016 ÞANN 29. OKTÓBER

Á Grettismótinu er keppt í Brasilísku Jiu Jitsu og er keppt er í galla (Gi). Keppt er í þyngdarflokkum karla og kvenna auk opinna flokka. Að auki eru veitt verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins. Grettismótið er alltaf haldið á Hrekkjavökunni og er opið öllum. Mótið verður haldið 29. október kl. 11:00 í Mjölni. Keppendur mæta 10:30. Vigtað er í gi kl. 17-19 í Mjölni 28. október. Skráning fer fram í afgreiðslu eða á mjolnir@mjolnir.is. Skráningargjald er kr. 4.000. Skráningarfrestur er til og með 27. október.
Lesa meira
BJÍ

ÚRSLIT Á ÍM UNGMENNA Í BJJ

Síðastliðna helgi fór fram Íslandsmeistaramót barna- og unglinga á vegum BJJ Sambands Íslands en um 80 keppendur tóku þátt. Ungmenni úr Mjölni stóðu sig af með miklum ágætum og unnu til 11 Íslandsmeistaratitla og fjölda annarra verðlauna.
Lesa meira
Hólmganga 2016

ÚRSLIT Á HÓLMGÖNGUMÓTI

Lesa meira
Inntaka

INNTÖKUPRÓF í KEPPNISLIÐ MJÖLNIS 8.OKTÓBER

Þann 8.október nk. mun vera haldið inntökupróf í keppnisliðið og er skráning í afgreiðslu Mjölnis. Lágmarkskrafa fyrir þátttöku í prófinu er blá gráða (eða sambærilegt) bæði í BJJ og Kickboxi. Prófið er bæði þrekpróf og tæknipróf. Ef þátttakandi nær lámarkskröfum í þrekprófinu fær hann að halda áfram og fara í gegnum tæknipróf. Ef aðili nær tækniprófinu þá fær hann leyfi til þess að stunda æfingar með keppnisliði Mjölnis. Til þess að komast inn í liðið sjálft þarf aðilinn að hafa æft með liðinu í ákveðinn tíma og vera tilbúinn að keppa í MMA. Það er þjálfaranna að meta hvenær þeim tímapunkti er náð.
Lesa meira
Sunna sigrar á Invicta 19

GÓÐUR SIGUR SUNNU Í NÓTT

Sunna Rannveig Davíðsdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar í nótt.
Lesa meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir

SUNNA BERST Í KVÖLD Á INVICTA

Sunna Rannveig Davíðsdóttir verður í kvöld fyrsta íslenskra kvenna til að keppa sem atvinnumaður í MMA.
Lesa meira
Kikcboxgráðun

FJÓRTÁN GRÁÐUÐ Í KICKBOXI

Gráðun í kickboxi fór fram í Mjölni sl. sunnudag og alls náðu fjórtán iðkendur blárri eða rauðri gráðu.
Lesa meira
Yoga101

NÝTT GRUNNNÁMSKEIÐ - MJÖLNISYOGA 101

Í byrjun október mun enn eitt 101 námskeiðið bætast við flóruna okkar en það er Mjölnisyoga 101. Mjölnisyoga 101 er sex vikna grunnámskeið þar sem farið er ítarlega í undirstöðuatriði í yoga, helstu stöður og öndun. Iðkendur læra hvernig á að beita líkamanum í hinum ýmsu stöðum og hvernig hægt er að aðlaga stöðurnar að hverjum og einum. Á námskeiðinu munu iðkendur læra meiri líkamsvitund, vöðvagreind og mun reyna töluvert á innri styrk og jafnvægi. Í lok námskeiðsins ættu því allir að vera komnir með góðan grunn til að byggja svo ofaná og geta óhræddir mætt í alla Mjölnisyogatíma sem eru í boði í stundatöflu Mjölnis. Frábært fyrir alla sem hafa áhuga á að stunda yoga eða eru þegar að stunda yoga og langar að læra meira. Iðkendur geta einnig mætt í Goðaaflstímana sem kenndir eru alla virka daga og innifalið í verðinu er ein vika í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur.
Lesa meira
Þórdís Anna Oddsdóttir sigraði kvennaflokkinn

ÚRSLIT Á VÍKINGALEIKUM MJÖLNIS 2016

Þórdís Anna Oddsdóttir og Benjamín Þorlákur Eiríksson sigruðu á Víkingaleikum Mjölnis í ár.
Lesa meira

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði