GÓÐUR SIGUR SUNNU Í NÓTT

GÓÐUR SIGUR SUNNU Í NÓTT
Sunna sigrar á Invicta 19

Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar í nótt þegar hún varð fyrst íslenskra kvenna til að keppa í atvinnumannabardaga í MMA á . Og hún gerði það með stæl því Sunna sigraði andstæðing sinn hina bandarísku Ashley Greenway á Invicta FC 19 bardagakvöldinu í Kansas í Bandaríkjunum með einróma dómaraákvörðun en allir dórmararnir gáfu Sunnu sigur í öllum þremur lotunum gegn heimakonunni.

Sunna tók völdin í búrinu strax í byrjun og pressaði á Ashley. Þetta kom þeirri bandarísku greinilega úr nokkru jafnvægi þó hún reyndi að svara með spörkum og villtum snúnings-bakhandarhöggum (spinning backfist). Það hafði þó lítil áhrif á Sunnu sem stjórnaði bardaganum að mestu og sigraði fyrstu lotuna nokkuð augljóslega þó þetta hafi verið jafnasta lota bardagans.

Þegar tæp mínúta var liðin af annarri lotu náði Sunna fellu á Ashley og tók bakið á henni. Sunna stýrði bardaganum í gólfinu mesta lotuna og var nokkrum sinnum nálægt því að ná RNC á andstæðingi sínum ásamt því að lenda mörgum góðum höggum. Þegar um 50 sekúndur voru eftir af lotunni gerði sú bandaríska vel að snúa sig út úr erfiðum aðstæðum og komast á fætur. Það breytti þó ekki því að þar pressaði Sunna áfram og var kominn með andstæðing sinn upp við búrið þegar lotunni lauk.

Þriðja lota var nokkuð jafnari en önnur lota en þó stýrði Sunna áfram bardaganum og var á lenda höggum án mikilla svara frá Ashley. Þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af bardaganum náði Sunna aftur fellu og þó sú bandaríska gerði aftur vel að komast upp þá pressaði Sunna hana áfram og lenti fleiri höggum. Undir lok lotunar reyndi Ashley örvætingafulla fellu sem Sunna varðist vel, tók aftur stjórnina í gólfinu og endaði lotuna í yfirburðastöðu. Öruggur sigur okkar konu á sterkum og reyndari andstæðingi og við óskum henni innilega til hamingju.

Myndir frá bardaganum má finna á Facebooksíðu Mjölnis.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði