BARNA- OG UNGLINGASTARF

Barnastarf MjölnisBarna- og unglingastarf Mjölnis nær frá 5 ára aldurs til 17 ára ungmenna. Barnastarfið er mest byggt á leikjum en í unglingastarfinu er farið nánar í tæknilega hlutann undir öruggri leiðsögn. Námskeið hefjast alltaf þrisvar á ári; í janúar, júní/júlí og september.
 

5-6 ára

Börn 5-6 ára eru tímar sem eru að mestu byggðir upp sem leikir þar sem börnin læra meðvitað og ómeðvitað að glíma og verja sig. 

7-9 ára

Börn 7-9 ára eru, líkt og hjá yngri hópnum, tímar sem eru að mestu byggðir upp sem leikir þar sem börnin læra meðvitað og ómeðvitað að glíma og verja sig. 
 
10-13 ára

Börn 10-13 ára eru tímar sem eru byggðir upp að meginatriðum eins og yngri hóparnir nema hér læra þau ítarlegri tækni bæði í gólfglímu, standandi glímu og sjálfsvörn.

MMA 101 unglingar 13-17 ára

MMA 101 Unglingar grunnnámskeið fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára. Iðkendur fá leiðsögn í Brasilísku Jiu-Jitsu (BJJ) og læra þar öruggar leiðir til að stjórna andstæðingum, einfalda lása og hengingar. Einnig er farið í grunninn í Kickboxi og blönduðum bardagalistum (MMA). Mikið er lagt í öryggi og t.d. er einungis einblínt á tækni þegar högg eru tekin fyrir.

MMA 201 unglingar 13-17 ára

MMA 201 Unglingar er beint framhald af MMA 101 Unglingar. Farið er nánar og dýpra í tækni og það sem þarf til að öðlast meiri færni í BJJ, kickbox og MMA.

BOX 101 unglinga

Síðan Mjölnir byrjaði með unglingabox hefur það farið stigvaxandi. Í þessu grunnnámskeið er farið yfir öll helstu grunnatriði í hnefaleikum: Vörn, fótaburð og hvernig á að kýla rétt. Mikið er lagt upp úr öryggi iðkenda.

BOX 201 unglinga

Í þessum tímum eru öll grunnatriði í hnefaleikum tekin skrefi lengra í smáatriðum og bætt við nýjum atriðum til að auka þekkinguna á hnefaleikum til muna. Þeir unglingar sem sækja þessa tíma eru einnig í góðum undirbúning til að keppa í svokölluðu Diplomaboxi en þar eru keppendur dæmdir eftir tæknilegri getu en ekki með það að markmiði að yfirbuga andstæðinginn.

Ný önn í barna- og unglingastarfi Mjölnis hefst 2. og 3. september samkvæmt stundatöflu.

 

Skráning á námskeið 

* 10% systkinaafsláttur.

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði