Á sumrin erum við, auk hefðbundins barnastarfs, með skemmtileg vikulöng sumarnámskeið í Mjölni fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Á námskeiðunum verður farið yfir grunntækni í sjálfsvörn, glímu, styrktarþjálfun og þreki. Áhersla er lögð á að krakkarnir njóti sín sem best í faglegu umhverfi undir handleiðslu reyndra þjálfara á heimsmælikvarða. Þá gæti verið farið í útileiki og fleira gaman, eftir veðri og vindum. Börnin skulu taka með sér íþróttaföt, útiföt eftir veðri og nesti.
Kennarar á námskeiðunum hafa allir reynslu í þjálfun eða umönnun barna í Mjölni.
Þetta námskeið er fullkomið fyrir þá sem vilja:
- Aukið sjálfstraust
- Styrkjast líkamlega og andlega
- Læra sjálfsvörn og grunn hreyfingar í lyftingum (hnébeygja, bekkpressa o.fl.)
- Hreyfa sig úti (Öskjuhlíð og Nauthólsvík) og í góðum félagsskap.
Tímabil:
10.-14. júní - (5 DAGA NÁMSKEIÐ)
- kl. 09:00-12:00 35.000 kr.
18.-21. júní - (4 DAGA NÁMSKEIÐ)
- kl. 09:00-12:00 28.000 kr.
1.-5. júlí - (5 DAGA NÁMSKEIÐ)
- kl. 09:00-12:00 35.000 kr.
15.-19. júlí - (5 DAGA NÁMSKEIÐ) Bætt við vegna mikillar eftirspurnar.
- kl. 09:00-12:00 35.000 kr.
Innifalið í gjaldi er:
- Mjölnis Bolur
- Mjölnis Stuttbuxur
- Mjölnis Brúsi
Kynningarmyndband með Gunnari Nelson