Mjölnir býður upp á Boxtíma fyrir öll getustig undir handleiðslu reyndra þjálfara!
Box 101 er skemmtilegt grunnnámskeið í ólympískum hnefaleikum þar sem kafað er djúpt í tækni og líkamsbeitingu við iðkun hnefaleika. Farið er yfir öll helstu högg, varnartilbrigði og fótaburð ásamt því að læra vel á það hvernig unnið er með fókuspúða og boxpúða. Námskeiðið er þrepaskipt þar sem hvert kennsluatriði leiðir að öðru og fá iðkendur að æfa sig vel á tækninni sem kennd er bæði í pörum og með einstaklingsæfingum.
Box 201 eru framhaldstímar í ólympískum hnefaleikum þar sem kafað er dýpra í tækniatriði íþróttarinnar. Krafist er þess að iðkendur hafi klárað grunnnámskeið í hnefaleikum eða hafi sambærilegan grunn þar sem tæknin er flóknari og byggir á grunnatriðum.
Box unglinga eru tímar fyrir 12-17 ára unglinga þar sem er farið yfir öll helstu grunnatriði í hnefaleikum: Vörn, fótaburð og hvernig á að kýla rétt. Mikið er lagt upp úr öryggi iðkenda í kennslu hnefaleika. Á unglinganámskeiðum er sérstaklega kennt út frá hinu svokallaða Diploma kerfi en þar er einungis dæmt út frá tæknilegri kunnáttu og bannað að kýla fast til að tryggja öryggi ungra iðkenda.
Engin námskeið fundust.