GRETTISMÓT MJÖLNIS 2016 ÞANN 29. OKTÓBER

GRETTISMÓT MJÖLNIS 2016 ÞANN 29. OKTÓBER
Grettismót 2016

Á Grettismótinu er keppt í Brasilísku Jiu Jitsu og er keppt er í galla (Gi). Keppt er í þyngdarflokkum karla og kvenna auk opinna flokka. Að auki eru veitt verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins. Grettismótið er haldið á Hrekkjavökunni og er opið öllum.

Mótið verður haldið 29. október kl. 11:00 í Mjölni. Keppendur mæta 10:30. Vigtað er í gi kl. 17-19 í Mjölni föstudaginn 28. október. 

Skráning fer fram í afgreiðslu eða á mjolnir@mjolnir.is. Skráningargjald er kr. 4.000 og fæst ekki endurgreitt. Skráningarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 27. október.

Aðgangseyrir fyrir áhorfendur kr. 500. 

Upptalning á þyngdarflokkum:
Karlar: -68 kg, -79 kg, -90 kg, -101 kg, +101 kg og Opinn flokkur karla
Konur: -64 kg, -74 kg, +74 kg og Opinn flokkur kvenna

Nánar um reglur og þyngdarflokka.

Takið svo frá kvöldið því við hvetjum fólk til að taka fram hrekkjavökubúningana fyrir GLÁMSKVÖLD MJÖLNIS en það verða veitt vegleg verðlaun fyrir flottasta búninginn.

Iðkendur í Mjölni athugið að allar æfingar falla niður í húsinu þennan dag vegna mótsins en þó verður haldin útiæfing í Víkingaþreki sem verður nánar auglýst síðar.

EKKI GLEYMA AÐ MELDA YKKUR Á MÓTIÐ! 


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði