Flýtilyklar
NÝTT GRUNNNÁMSKEIÐ - MJÖLNISYOGA 101
Í byrjun október mun enn eitt 101 námskeiðið bætast við flóruna okkar en það er Mjölnisyoga 101.
Mjölnisyoga 101 er sex vikna grunnámskeið þar sem farið er ítarlega í undirstöðuatriði í yoga, helstu stöður og öndun. Iðkendur læra hvernig á að beita líkamanum í hinum ýmsu stöðum og hvernig hægt er að aðlaga stöðurnar að hverjum og einum. Á námskeiðinu munu iðkendur læra meiri líkamsvitund, vöðvagreind og mun reyna töluvert á innri styrk og jafnvægi. Í lok námskeiðsins ættu því allir að vera komnir með góðan grunn til að byggja svo ofaná og geta óhræddir mætt í alla Mjölnisyogatíma sem eru í boði í stundatöflu Mjölnis. Frábært fyrir alla sem hafa áhuga á að stunda yoga eða eru þegar að stunda yoga og langar að læra meira. Iðkendur geta einnig mætt í Goðaaflstímana sem kenndir eru alla virka daga og innifalið í verðinu er ein vika í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur.
Kennari á námskeiðinu er Steinunn Þórðardóttir. Steinunn, sem er yfirþjálfari Mjölnisyoga, er Hatha yogakennari og með að baki 200 stunda Yoga Aliance nám frá Jogastúdió.
Námskeiðið hefst 3.október og lýkur 9.nóvember. Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum klukkan 16:30 – 17:15 í sal 3. Verð fyrir grunnnámskeiðið er kr. 29.900.-