Flýtilyklar
SUNNA BERST Í KVÖLD Á INVICTA
Sunna Rannveig Davíðsdóttir mun rita nafn sitt í sögubækurnar í kvöld þegar hún verður fyrst íslenskra kvenna til að keppa sem atvinnumaður í MMA en hún mætir Ashley Greenway á Invicta FC 19 bardagakvöldinu í Kansas í Bandaríkjunum. Eins og þegar hefur komið fram gerði Sunna í vor samning við MMA sambandið Invicta Fighting Championships sem er stórt bardagasamband í Bandaríkjunum þar sem eingöngu konur keppa en sterk tengsl eru á milli Invicta og UFC. Hægt er að horfa á allar Invicta keppnir beint á UFC FIght Pass en bardagi Sunnu hefst á miðnætti í kvöld. Einnig verður bardaginn sýndur beint í Mjölni (sjá viðburð á Facebook).
Við minnum jafnframt á opinbera Facebook síðu Sunnu og að myndir frá ferðinni birtast á Facebook síðu Mjölnis.
Nokkrar fréttir um bardaga Sunnu:
- Sunna gengur í búrið undir víkingatónum - MMA fréttir
- Sunna og Greenway mættust á vigtuninni - Vísir
- Hungruð að komast inn í búrið - Vísir
- Hvenær berst Sunna? Hvar er hægt að sjá bardagann? - MMA fréttir
- Sunna náði vigt og segist vera tilbúin - Vísir
- Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ - Vísir
- Hvað vitum við um Ashley Greenway? - MMA fréttir
- Sunna og Ashley Greenway báðar í tilsettri þyngd - MMA fréttir
- Frábær stutt heimildarmynd um Sunnu Rannveigu - MMA fréttir
- Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ - Vísir
- Andstæðingur Sunnu hugsar ekki um annað en að kýla einhvern í smettið - MMA fréttir
- Leiðin að búrinu: Sunna Rannveig vs. Ashley Greenway - MMA fréttir