Flýtilyklar
Fréttir
ÁRAMÓTAPARTY MJÖLNIS 2016
26. desember, 2015
ÁRAMÓTAPARTY MJÖLNIS 2016 verður haldið í nýju Mjölnishöllinni (gamla Keiluhöllin, Rúbin).
Þetta verður risa áramótaparty þar sem ÖLLUM er boðið, ekki bara Mjölnisfólki.
Húsið opnar 00:30 og þeir sem mæta fyrsta hálftíman fá FRÍAN bjór eða FRÍTT staup við innkomum. Já það eiga allir að hella sig snældu fulla!
DJ YOUNG NAZARETE mun spila og lofar sturluðu stuði.
Það kostar litlar 1500 kr. inn og rennur ÁGÓÐI kvöldsins beint í framkvæmdir á nýju Mjölnishöllinni sem hefjast eldsnemma á næsta ári.
Hlökkum til að sjá þig! ...já Gunnar Nelson verður í partyinu ;)
20 ára aldurstakmark.
Lesa meira
OPNUNARTÍMI YFIR JÓL OG ÁRAMÓT
15. desember, 2015
Athugið brettan opnunartíma yfir jól og áramót.
Lesa meira
STÓRGLÆSILEGUR ÁRANGUR MJÖLNISMANNA Á ÍSLANDSMEISTARAMÓTI BJÍ
7. desember, 2015
Mjölnismenn og - konur stóðu sig glæsilega á Íslandsmeistaramóti í Brasilísku Jiu Jitsu sem fór fram síðastliðin laugardag.
Lesa meira
LOKAÐ Í MJÖLNI EFTIR 13.00
7. desember, 2015
LOKAÐ verður í Mjölni í dag, 7. desember, eftir hádegisæfingar.
Lesa meira
TÍMAR FALLA NIÐUR VEGNA ÍSLANDSMEISTARAMÓTS Í BJJ
3. desember, 2015
Allir tímar falla niður á laugardaginn.
Lesa meira
MJÖLNIR Í ÖSKJUHLÍÐINA
30. nóvember, 2015
Um helgina var haldið upp á 10 ára afmæli Mjölnis og urðu enn ein tímamótin í sögu félagsins þegar Jón Viðar Arnþórsson, tilkynnti um flutning félagsins í Öskjuhlíðina, n.t.t. í fyrrum húsnæði Keiluhallarinnar.
Afmælisdagsskráin hófst upp í Öskjuhlíð þar sem um 200 manns létu sjá sig og hlýddu á kynningu Jóns Viðars á framtíðarstarf Mjölnis. Auðvitað var boðið upp á afmælisköku en hún var bökuð af Mjölnismanninum Hilmir Hjálmarsson hjá Sveinsbakarí. Einnig voru í boði ljúffengar veitingar, en þær voru í boði vina okkar á Vegamótum. Í kynningunni var m.a. frumsýnt nýtt kynningarmyndband, húsnæðisskipulagið kynnt, nýtt gráðunarkerfi, breytingar á barnastarfinu, nýtingu Öskjuhlíðarinnar til útiæfinga og helsti samverustaður Mjölnismanna, Drukkstofa Óðins, kynnt til sögunnar. Þetta verður allt kynnt á Mjölnisfaceinu í vikunni.
Að þessu loknu var haldið upp í Egilshöll þar sem frumsýndur var þáttur Auðuns Blöndal um Gunnar Nelson sem tekinn var upp í Las Vegas fyrir bardagann á móti Brandon Thatch.
Um kvöldið var svo haldið Mjölnispartý eins og þau gerast best. Sturla Atlas mætti á svæðið og kom liðinu í gírinn og DJ Young Nazareth sá svo um að halda partýinu gangandi fram á nótt. Fyrir þá sem þekkja þá eru partýin okkar engu lík.
Lesa meira
10 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ MJÖLNIS
25. nóvember, 2015
28. Nóvember verður 10 ára afmæli Mjölnis haldið hátíðlegt.
Lesa meira
BJARKI ÞÓR OG SUNNA EVRÓPUMEISTARAR Í MMA!
22. nóvember, 2015
Íslendingar og Mjölnir eignuðust tvo Evrópumeistara í MMA í dag þegar fyrsta Evrópumóti Alþjóða MMA Samtakanna (IMMAF) lauk en mótið hefur staðið síðustu fjóra daga í Birmingham í Englandi.
Lesa meira
KEPPNISLIÐ MJÖLNIS Á EVRÓPUMEISTARAMÓT Í MMA 19.11 TIL 22.11
12. nóvember, 2015
Átta liðsmenn keppnisliðs Mjölnis halda til Birmingham á Englandi til að taka þátt á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. Mótið fer fram dagana 19. til 22.nóvember og er um að ræða útsláttarfyrirkomulag. Evrópumótið er opið MMA áhugamönnum frá löndum sem eiga aðild að IMMAF samtökunum. Mest geta verið 32 keppendur í hverjum þyngdarflokki fyrir sig sem telur frá fluguvigt ( 56.7kg ) upp í súperþungavigt ( +120.2kg ) í karlaflokki og strávigt ( 52.1kg ) upp í fjaðurvigt ( 65.8kg ) í kvennaflokki.
Lesa meira
5 KR. AF HVERJUM LÍTRA ÚT NÓVEMBER
9. nóvember, 2015
Í tilefni 10 ára afmælis Mjölnis mun Orkan styrkja Mjölni um 5 kr. af hverjum seldum lítra út nóvember.
Lesa meira