Flýtilyklar
FJÓRTÁN GRÁÐUÐ Í KICKBOXI
Gráðun í kickboxi fór fram í Mjölni sl. sunnudag en þetta er í annað skiptið sem kickboxgráðanir eru gerðar hjá félaginu. Fimm gráður eru í kickboxi, hvít, blá, rauð, silfur og gull en á sunnudaginn fór fram gráðun í blátt og rautt. Þess má geta að lágmarkskrafa fyrir þátttöku í inntökupróf æfingahóps keppnisliðs Mjölnis er blá gráða (eða sambærilegt) bæði í Kickboxi og BJJ.
Alls náðu 14 manns gráðun á sunnudaginn, 8 í blátt og 6 í rautt. Þau Árni Árnason, Bjarki Pétursson, Freyr Danielsson, Ísak Jökulsson, Ívar Orri Ómarsson, Kristín Þorsteinsdóttir, Ronnrick Patambag Cruz og Þórarinn Friðriksson voruð gráðuð í blátt en þau Arnþór Karl Barðdal, Diego Björn Valencia, Elmar Gauti Halldórsson, Harpa Söring, Jón Örn Sigurðsson og Sigrún Eva Magnúsdóttir hlutu rautt. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju.