Flýtilyklar
INNTÖKUPRÓF í KEPPNISLIÐ MJÖLNIS 8.OKTÓBER
Þann 8.október nk. mun vera haldið inntökupróf í keppnisliðið og er skráning í afgreiðslu Mjölnis.
Lágmarkskrafa fyrir þátttöku í prófinu er blá gráða (eða sambærilegt) bæði í BJJ og Kickboxi. Prófið er bæði þrekpróf og tæknipróf. Ef þátttakandi nær lámarkskröfum í þrekprófinu fær hann að halda áfram og fara í gegnum tæknipróf. Ef aðili nær tækniprófinu þá fær hann leyfi til þess að stunda æfingar með keppnisliði Mjölnis. Til þess að komast inn í liðið sjálft þarf aðilinn að hafa æft með liðinu í ákveðinn tíma og vera tilbúinn að keppa í MMA, BJJ og/eða hnefaleikum. Það er þjálfaranna að meta hvenær þeim tímapunkti er náð.
Mæting kl 12:00 við Hjallastefnuleikskólann Öskju sem staðsettur er við Öskjuhlíðarætur (flugvallar megin), Nauthólsvegi 87.