MMA CT
Lágmark að hafa æft standandi bardagaíþrótt í 2 ár og blátt belti í BJJ en geta í gólfglímu getur verið háð mati þjálfara. Til þess að fá að mæta á æfingar með MMA CT hóp þarf leyfi frá yfirþjálfurum í MMA.
BJJ CT
Blátt belti lágmark til þess að eiga möguleika á að komast í æfingahóp og fjólublátt belti til þess að eiga möguleika á að komast í A hóp. Hvort að einstaklingur komist í æfingahóp eða A hóp BJJ CT er undir þjálfurum komið. Til þess að fá að æfa með hópnum þarf að fá leyfi frá yfirþjálfurum í BJJ.
Nánari upplýsingar um afreksstefnu Mjölnis og keppnisliðin veita yfirþjálfarar og íþróttastjóri.