Fréttir

365 tilboð

AFSLÁTTUR IÐKENDA Í MJÖLNI HJÁ 365

Nú fá fastir iðkendur í Mjölni 25% afslátt hjá 365 bæði af Sportpakkanum og Stórapakkanum (en miðað er við 4 mánaða bindingu).
Lesa meira
Opnunartími yfir jól og áramót

OPNUNARTÍMI MJÖLNIS YFIR JÓL OG ÁRAMÓT 2016

Athugið breyttan opnunartíma og breytingu á æfingartímum yfir jól og áramót. Að venju lýkur barnastarfi fyrir jól.
Lesa meira
Jón Viðar,  Andri Þór Guðmundsson og Gunnar Nelson

SAMSTARFSSAMNINGUR VIÐ ÖLGERÐINA

Á dögunum var undirritaður 10 ára samstarfssamningur milli Ölgerðarinnar og Mjölnis. Um er að ræða stærsta samstarfssamning sem Mjölnir hefur gert frá upphafi en einnig er þetta stærsti samningur sem Ölgerðin hefur gert við íþróttafélag.
Lesa meira
Egill Evrópumeistari

EGILL EVRÓPUMEISTARI

Egill Øydvin vann í dag til gullverðlauna á Evrópumóti áhugamanna í MMA. Hann er þriðji Íslendingurinn og Mjölnismaðurinn til að vinna gull á EM.
Lesa meira
Axel Kristinsson sigraði alla andstæðinga sína

ÚRSLIT Á ÍSLANDSMEISTARAMÓTINU Í BJJ 2016

Keppendur úr Mjölni unnu m.a. til átta gullverðlauna á Íslandsmeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem fór fram í Mjölniskastalanum um síðustu helgi en rúmlega sextíu keppendur frá fimm félögum voru skráðir til leiks.
Lesa meira
Íslandsmeistaramótið í BJJ 2016

ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ Í BJJ VERÐUR Á LAUGARDAG Í MJÖLNI

Íslandsmeistarmótið í Brasilísku Jiu-jitsu verður haldið í níunda sinn laugardaginn 19. nóvember 2016 á Seljavegi 2 í Mjölniskastalanum. Mótið er á vegum BJÍ (BJJ Sambands Íslands).
Lesa meira
IMMAF

KEPPNISLIÐIÐ Á MMA EVRÓPUMEISTARAMÓT Í PRAG 22.11

Í lok nóvember halda átta liðsmenn keppnisliðs Mjölnis halda til Prag í Tékklandi til að taka þátt á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. Mótið fer fram dagana 22. til 26. nóvember og er um að ræða útsláttarfyrirkomulag. Keppt er á tveimur völlum í Arena of Sparta og mega keppendur eiga von á því að berjast tvisvar sinnum yfir daginn ef þyngdarflokkurinn er fjölmennur. Mótið var haldið í nóvember á síðasta ári í Birmingham á Englandi og komum við heim með tvo Evrópumeistara í sínum þyngdarflokkum, Bjarka Þór Pálsson og Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur. Mótið er opið MMA áhugamönnum frá löndum sem eiga aðild að IMMAF samtökunum. Mest geta verið 32 keppendur í hverjum þyngdarflokki fyrir sig sem telur frá fluguvigt ( 56.7kg ) upp í súperþungavigt ( +120.2kg ) í karlaflokki og strávigt ( 52.1kg ) upp í fjaðurvigt ( 65.8kg ) í kvennaflokki.
Lesa meira
Stjórnendur Mjölnis ásamt fjárfestum

MJÖLNIR OPNAR Í ÖSKJUHLÍÐINNI Í JANÚAR

Eins og flestir vita nú þegar þá vinnur Mjölnir nú að flutningi í Öskjuhlíðina þar sem opnað verður í janúar.
Lesa meira
Kristján Helgi Hafliðason

ÚRSLIT GRETTISMÓTSINS 2016

Grettismót Mjölnis fór fram í dag en hátt í 60 keppendur voru skráðir til leiks frá fimm félögum. Mjölnir vann m.a. til 7 gullverðlauna á mótinu.
Lesa meira
Glámskvöld 2016

GLÁMSKVÖLD MJÖLNIS í DRUKKSTOFUNNI 29. OKTÓBER

Þann 29. október munum við halda okkar útgáfu af Halloween með því að hafa Glámskvöld. Fyrr um daginn er Grettismótið en það er opið mót í uppgjafarglímu þar sem keppt er í galla (gi). Það er því vel við hæfi að hafa smá party um kvöldið og kalla það Glámskvöld enda glímdi Grettir sterki við drauginn Glám í Grettissögu. Þar sem þetta er á sama tíma og Halloween þá ætlum við að klæða okkur upp í búninga og skemmta okkur langt fram á nótt.
Lesa meira

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði