Mjölnir notar Sportabler (Abler) skráningar- og greiðslukerfið bæði til að halda utan um greiðslur og áskriftir, sem og fyrir iðkendur til að bóka sig í tíma. Þessu fylgja ýmsir kostir þar sem Sportabler er einnig í boði sem smáforrit (app) á 6 tungumálum (íslensku, ensku, þýsku, færeysku, pólsku og spænsku) en með notkun þess verður öll upplýsingagjöf markvissari, skráningar á æfingar þægilegri og öll samskipti og yfirsýn á einum stað.
Hvað þarf ég að gera?
Í fyrsta lagi þarftu að stofna aðgang í Sportabler, ef þú hefur hann ekki nú þegar, og helst hlaða niður smáforritinu (appinu).
Ef þú hefur ekki notað Sportabler áður skaltu fara á vefslóðina https://www.abler.io/shop/mjolnir og stofna aðgang uppi í hægra horninu (smellir á „Innskrá í Abler“).
Eftir nýskráningu sækir þú síðan Abler appið í símann (í App Store, Play Store eða Google Play) og skráir þig inn.
Hvernig bóka ég mig í tíma
Sportabler er eins og áður segir einnig notað af iðkendum sem bókunarkerfi í tíma í Mjölni. Það geta virkir áskrifendur Mjölnis annað hvort gert í appinu eða á vefslóðinni https://www.abler.io/classes/mjolnir
Einfalt er að skrá sig í tíma í appinu, þú einfaldlega smellir á „Bóka tíma“ í hægra horninu á forsíðu appsins.
Ef þú vilt ekki nota Sportabler appið þá getur þú nálgast upplýsingar hér að neðan:
- Hér sérðu upplýsingar um þínar áskriftir: https://www.abler.io/user/registrations
- Hér sérðu greiddar og ógreiddar greiðslubeiðnir: https://www.abler.io/user/invoices
- Hér geturðu bókað þig í tíma: https://www.abler.io/classes/mjolnir
Ef eitthvað er óskýrt þá er Sportabler með netspjall í gegnum appið og á skráningarsíðu félagsins þar sem hægt er að fá aðstoð með tæknileg atriði. Hér má líka finna upplýsingar og svör um ýmislegt sem snýr að Sportabler.
Gestir sem eru að kaupa staka tíma og eru ekki skráðir iðkendur í Mjölni ganga frá greiðslu og skráningu í tímann í móttöku Mjölnis.