MJÖLNIR Í ÖSKJUHLÍÐINA

MJÖLNIR Í ÖSKJUHLÍÐINA
Mjölnir - Öskjuhlíð

Um helgina var haldið upp á 10 ára afmæli Mjölnis og urðu enn ein tímamótin í sögu félagsins þegar Jón Viðar Arnþórsson, tilkynnti um flutning félagsins í Öskjuhlíðina, n.t.t. í fyrrum húsnæði Keiluhallarinnar.

Afmælisdagsskráin hófst upp í Öskjuhlíð þar sem um 200 manns létu sjá sig og hlýddu á kynningu Jóns Viðars á framtíðarstarf Mjölnis. Auðvitað var boðið upp á afmælisköku en hún var bökuð af Mjölnismanninum Hilmir Hjálmarsson hjá Sveinsbakarí. Einnig voru í boði ljúffengar veitingar, en þær voru í boði vina okkar á Vegamótum. Í kynningunni var m.a. frumsýnt nýtt kynningarmyndband, húsnæðisskipulagið kynnt, nýtt gráðunarkerfi, breytingar á barnastarfinu, nýtingu Öskjuhlíðarinnar til útiæfinga og helsti samverustaður Mjölnismanna, Drukkstofa Óðins, kynnt til sögunnar. Þetta verður allt kynnt á Mjölnisfaceinu í vikunni.

Að þessu loknu var haldið upp í Egilshöll þar sem frumsýndur var þáttur Auðuns Blöndal um Gunnar Nelson sem tekinn var upp í Las Vegas fyrir bardagann á móti Brandon Thatch.

Um kvöldið var svo haldið Mjölnispartý eins og þau gerast best. Sturla Atlas mætti á svæðið og kom liðinu í gírinn og DJ Young Nazareth sá svo um að halda partýinu gangandi fram á nótt. Fyrir þá sem þekkja þá eru partýin okkar engu lík.

Myndir frá afmælishátíðinni.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði