Flýtilyklar
KEPPNISLIÐ MJÖLNIS Á EVRÓPUMEISTARAMÓT Í MMA 19.11 TIL 22.11
Átta liðsmenn keppnisliðs Mjölnis halda til Birmingham á Englandi til að taka þátt á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. Mótið fer fram dagana 19. til 22.nóvember og er um að ræða útsláttarfyrirkomulag. Evrópumótið er opið MMA áhugamönnum frá löndum sem eiga aðild að IMMAF samtökunum. Mest geta verið 32 keppendur í hverjum þyngdarflokki fyrir sig sem telur frá fluguvigt ( 56.7kg ) upp í súperþungavigt ( +120.2kg ) í karlaflokki og strávigt ( 52.1kg ) upp í fjaðurvigt ( 65.8kg ) í kvennaflokki. Keppendur koma víðsvegar frá meðal annars frá Búlgaríu, Svíþjóð, Azerbaijan, Írlandi, Finlandi, Ítalíu, Bahrain, Rúmeníu, Tyrklandi og Ungverjalandi, auk fleiri landa.
Það eru þau Bjarki Þór Pálsson ( veltivigt, 77kg ), Bjarki Ómarsson ( léttvigt, -70kg ), Hrólfur Ólafsson ( millivigt, -84kg ), Inga Birna Ársælsdóttir ( kjúklingavigt, -61,2kg ), Sunna Rannveig Davíðsdóttir ( fluguvigt, -57kg ), Egill Øydvin Hjördísarson ( léttþungavigt, -93kg ), Bjartur Guðlaugsson ( fjaðurvigt, -66kg ) og Pétur Jóhannes Óskarsson ( þungavigt, -120kg ) sem koma til með að taka þátt fyrir Íslandshönd. Upphaflega stóð til að Þórir Örn tæki þátt en hann þurfti að draga sig úr keppni sökum meiðsla en í staðinn fyrir Þóri kemur Egill Øydvin. Bjarkarnir tveir, Hrólfur, Sunna og Egill hafa öll keppt áhugamannabardaga áður en Bjartur, Inga og Pétur eru að stíga sín fyrstu skref í keppni.
Við munum gera ferðinni góð skil á Facebook og Instagram og ekki missa af okkur á Snapchat (mjolnirmma). Einnig verður hægt að sjá bardagana á UFC Fight Pass.
Umfjöllin MMAfrétta um ferðina og Leiðin að búrinu má nálgast hér.
Hér má sjá kynningartrailer fyrir mótið.