Flýtilyklar
STÓRGLÆSILEGUR ÁRANGUR MJÖLNISMANNA Á ÍSLANDSMEISTARAMÓTI BJÍ
Íslandsmeistaramót BJÍ í brasilísku jiu-jitsu (BJJ) fór fram seinasta laugardag, 5.des, og voru hátt í 60 keppendur sem tóku þátt. Mjölnir átti flesta keppendur á mótinu en Fenrir, Sleipnir, VBC og Hörður sendu einnig frá sér flott glímufólk. Margar mjög skemmtilegar og spennandi glímur áttu sér stað en loka úrslit urðu þau að Mjölnismenn urðu Íslandsmeistarar í 9 af 13 flokkum og áttu lang flest sæti á verðlaunapöllum.
Þjálfarar, BJJ keppnislið og aðrir Mjölnismenn sópuðu til sín verðlaunum
Aðal glímuþjálfarar Mjölnis, Þráinn Kolbeinsson (-94,3 kg) og Axel Kristinsson (-64 kg), unnu hvor sinn flokk og Þráinn tók svo titilinn í opna flokknum. BJJ keppnislið Mjölnis stóð einnig undir sínu þar sem Ómar Yamak (-70 kg) og Eiður Sigurðsson (-88,3 kg) urðu báðir Íslandsmeistarar í sínum flokkum. Pétur Jónasson gat því miður ekki tekið þátt að þessu sinni. Brúnbeltiskempa Mjölnis, Jósep Valur Guðlaugsson (-76 kg), vann einnig sinn flokk eftir úrslitaglímu við Mjölnismanninn Kristján Einarsson. Hinn ungi og efnilegi Kristján Helgi Hafliðason (-82,3 kg) varð einnig Íslandsmeistari í sínum flokki en hann hefur sýnt mjög miklar framfarir seinustu ár, bæði sem keppnismaður og á æfingum. Sigurganga Mjölnis hélt svo áfram þegar Egill Øydvin Hjördísarson (-100,5 kg), meðlimur í MMA keppnisliði Mjölnis, tók sinn flokk eftir skemmtilega glímu við Mjölnismanninn Bjarna Kristjánsson. Þá er aðeins einn karlaflokkur eftir en hann tók Halldór Logi Valsson (+100,5 kg) úr Fenri eftir úrslitaglímu við Brynjar Örn Ellertsson úr Mjölni.
Í -64 kg flokki kvenna stóð Ólöf Embla Kristinsdóttir úr VBC uppi sem sigurvegari eftir tæknilega og skemmtilega glímu við Ingu Birnu Ársælsdóttur úr Mjölni. Mjölniskonan Hafdís Vera Emilsdóttir gerði sér svo lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í -74 kg flokki kvenna eftir úrslitaglímu við Magneu Steineyju. Magnea er tiltölulega nýskriðin upp úr Mjölnir 101 námskeiðinu og á mikið hrós skilið fyrir að skella sér beint á Íslandsmeistaramótið og lenda í 2. sæti! Í +74 kg flokki kvenna voru aðeins tveir keppendur og vann þar Guðrún Björk Jónsdóttir hana Karlottu Brynju Baldvinsdóttur, en þær æfa báðar í VBC. Opinn flokk kvenna tók svo Ólöf Embla Kristinsdóttir með stæl.
Mótið gekk mjög vel fyrir sig og var umtalað hversu skemmtilegar glímur áttu sér stað. Erfið tímasetning gerði það að verkum að margir iðkendur komust ekki á mótið en þrátt fyrir það var fjöldi keppenda tiltölulega hár. Einnig er ljóst að alltaf sést gríðarlegur munur á, bæði á tækni og getu keppenda, ár frá ári. Það er því ljóst að þróun íþróttarinnar er greinilega á réttri leið hér á landi!
Nánar um úrslit má sjá hér fyrir neðan:
-64 kg flokkur karla
1. sæti: Axel Kristinsson (Mjölnir)
2. sæti: Bjartur Dagur Gunnarsson (Mjölnir)
3. sæti: Ægir Már Baldvinsson (Sleipnir)
-70 kg flokkur karla
1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
2. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (Mjölnir)
3. sæti: Adrian Krasniqi (Mjölnir)
-76 kg flokkur karla
1. sæti: Jósep Valur Guðlaugsson (Mjölnir)
2. sæti: Kristján Einarsson (Mjölnir)
3. sæti: Bjarni Darri Sigfússon (Sleipnir)
-82,3 kg flokkur karla
1. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)
2. sæti: Davíð Freyr Guðjónsson (VBC)
3. sæti: Arnar Páll Birgisson (Mjölnir)
-88,3 kg flokkur karla
1. sæti: Eiður Sigurðsson (Mjölnir)
2. sæti: Sigurður Baldur Kolbrúnarson (Mjölnir)
3. sæti: Þorgrímur Þórarinsson (Mjölnir)
-94,3 kg flokkur karla
1. sæti: Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir)
2. sæti: Diego Björn Valencia (Mjölnir)
3. sæti: Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)
-100,5 kg flokkur karla
1. sæti: Egill Øydvin Hjördísarson (Mjölnir)
2. sæti: Bjarni Kristjánsson (Mjölnir)
3. sæti: Alexander Zakarías Pétursson (Hörður)
+100,5 kg flokkur karla
1. sæti: Halldór Logi Valsson (Fenrir)
2. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)
3. sæti: Guðmundur Stefán Gunnarsson (Sleipnir)
-64 kg flokkur kvenna
1. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)
2. sæti: Inga Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Sunna Jóhannsdóttir (Mjölnir)
-74 kg flokkur kvenna
1. sæti: Hafdís Vera Emilsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Magnea Steiney (Mjölnir)
3. sæti: Dóra Haraldsdóttir (Mjölnir)
+74 kg flokkur kvenna
1. sæti: Guðrún Björk Jónsdóttir (VBC)
2. sæti: Karlotta Brynja Baldvinsdóttir (VBC)
Opinn flokkur karla
1. sæti: Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir)
2. sæti: Jóhann Ingi Bjarnason (Fenrir)
3. sæti: Halldór Logi Valsson (Fenrir)
Opinn flokkur kvenna
1. sæti: Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC)
2. sæti: Inga Birna Ársælsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Dóra Haraldsdóttir (Mjölnir