Flýtilyklar
BJARKI ÞÓR OG SUNNA EVRÓPUMEISTARAR Í MMA!
Íslendingar og Mjölnir eignuðust tvo Evrópumeistara í MMA í dag þegar fyrsta Evrópumóti Alþjóða MMA Samtakanna (IMMAF) lauk en mótið hefur staðið síðustu fjóra daga í Birmingham í Englandi. Þau Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir urðu bæði Evrópumeistarar. Bjarki sigraði í veltivigt sem var stærsti karlaflokkurinn og Sunna sigraði flugvigtina sem var stærsti kvennaflokkurinn, en alls var keppt í átta þyngdarflokkum karla og fimm þyngdarflokkum kvenna. Auk þess vann Pétur Jóhannes Óskarsson til bronsverðlauna í þungavigt.
Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópumótið er haldið en alls kepptu sex karlar og tvær konur fyrir Íslands hönd og komu þau öll úr Mjölni eins og áður hefur verið sagt frá sbr. grein hér á Mjölnisvefnumm frá 12. nóvember síðastliðnum. Allir keppendur okkar stóðu sig með prýði og við óskum þeim til hamingju, ekki síst Evrópumeisturunum okkar tveimur. Geta má þess að bæði Bjarki Þór og Sunna unnu sigur í úrslitum á ríkjandi heimsmeisturum sinna flokka en heimsmeistaramót var haldið á vegum IMMAF í Bandaríkjunum sl. sumar. Við í Mjölni erum að rifna út stolti yfir frammistöðu okkar fólks.
Hér að neðan er hlekkir inná nokkrar fréttir frá mótinu af Vísi og MMA Fréttum.
VÍSIR:
- Bjarki Þór Evrópumeistari
- Sunna Rannveig Evrópumeistari
- Bjarki Þór og Sunna komin í úrslit Evrópumótsins
- Þrír Íslendingar í undanúrslit Evrópumótsins
- Mjölnismenn með fjóra sigra á fyrsta degi Evrópumótsins
- Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA
MMA FRÉTTIR:
- Jón Viðar: Bjarki var gjösamlega búinn eftir sinn bardaga
- Bjarki Þór einnig með gull á Evrópumótinu
- Sunna er Evrópumeistari!
- Lokadagur Evrópumótsins í dag
- Jón Viðar: Ástandið er óvenjugott miðað við alla bardagana
- Bjarki Þór og Sunna Rannveig komin í úrslit Evrópumótsins
- Evrópumótið: Ætlaði að slíta af honum höndina
- Góður árangur á öðrum degi Evrópumótsins
- Að minnsta kosti sjö bardagar á Evrópumótinu í dag
- Fjórir sigrar á fyrsta degi Evrópumótsins
- Fimm Íslendingar keppa í dag á EM
- Leiðin að búrinu: Evrópumótið
- Átta Íslendingar keppa á Evrópumeistaramótinu í MMA