BJARKI ÞÓR OG SUNNA EVRÓPUMEISTARAR Í MMA!

BJARKI ÞÓR OG SUNNA EVRÓPUMEISTARAR Í MMA!
Evrópumeistarar í MMA

Íslendingar og Mjölnir eignuðust tvo Evrópumeistara í MMA í dag þegar fyrsta Evrópumóti Alþjóða MMA Samtakanna (IMMAF) lauk en mótið hefur staðið síðustu fjóra daga í Birmingham í Englandi. Þau Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir urðu bæði Evrópumeistarar. Bjarki sigraði í veltivigt sem var stærsti karlaflokkurinn og Sunna sigraði flugvigtina sem var stærsti kvennaflokkurinn, en alls var keppt í átta þyngdarflokkum karla og fimm þyngdarflokkum kvenna. Auk þess vann Pétur Jóhannes Óskarsson til bronsverðlauna í þungavigt.

Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópumótið er haldið en alls kepptu sex karlar og tvær konur fyrir Íslands hönd og komu þau öll úr Mjölni eins og áður hefur verið sagt frá sbr. grein hér á Mjölnisvefnumm frá 12. nóvember síðastliðnum. Allir keppendur okkar stóðu sig með prýði og við óskum þeim til hamingju, ekki síst Evrópumeisturunum okkar tveimur. Geta má þess að bæði Bjarki Þór og Sunna unnu sigur í úrslitum á ríkjandi heimsmeisturum sinna flokka en heimsmeistaramót var haldið á vegum IMMAF í Bandaríkjunum sl. sumar. Við í Mjölni erum að rifna út stolti yfir frammistöðu okkar fólks.

Hér að neðan er hlekkir inná nokkrar fréttir frá mótinu af Vísi og MMA Fréttum.

VÍSIR:

MMA FRÉTTIR:


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði