ÚRSLIT GRETTISMÓTSINS 2016

ÚRSLIT GRETTISMÓTSINS 2016
Kristján Helgi Hafliðason

Grettismót Mjölnis fór fram í dag og vann Mjölnir m.a. til 7 gullverðlauna. Þau Daði Steinn Brynjarsson og Guðrún Björk Jónsdóttir, bæði úr VBC, sigruðu opnu flokkana en margar frábærar glímur mátti sjá í dag. Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið en hátt í 60 keppendur voru skráðir til leiks frá fimm félögum.

Daði Steinn kláraði þrjár af fjórum glímum sínum í opnum flokki með uppgjafartaki og átti frábæra frammistöðu. Guðrún Björk tók báðar sínar glímur á „armbar“ og vann því opinn flokk kvenna.

Okkar maður Kristján Helgi Hafliðason (sjá mynd hér að ofan til hægri) vann -90 kg flokk karla en í undanúrslitum náði hann frábærri „baseball“ hengingu á Daða Steini (sem síðar sigraði opna flokkinn eins og fyrr segir) og fékk fyrir vikið verðlaun fyrir besta uppgjafartak mótsins. Frammistaða Kristjáns Helga vakti mikla athygli en hann er nýorðinn 19 ára og vóg aðeins 81kg inní -90 kg flokkinn sem var stærsti flokkur mótsins. Á leið sinni að gullinu sigraði hann m.a. margfaldan Íslandsmeistara og landsliðsmann í judo, Ármenninginn og Mjölnismanninn Sveinbjörn Iura og Helga Rafn Guðmundsson úr Sleipni sem er þaulreyndur keppnismaður og margfaldur Íslandsmeistari bæði í brasilísku jiu-jitsu og taekwondo.

Úrslitin úr flokkum dagsins má sjá hér að neðan.

-68 kg flokkur karla
1. sæti: Axel Kristinsson (Mjölnir)
2. sæti: Pétur Óskar Þorkelsson (Mjölnir)
3. sæti: Ásgeir Marteinsson (Mjölnir, vantar á mynd)

-68 kg flokkur karla

-79 kg flokkur karla
1. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
2. sæti: Kristján Einarsson (Mjölnir)
3. sæti: Ingvar Ágúst Jochumson (VBC)

-79 kg flokkur karla

-90 kg flokkur karla
1. sæti: Kristján Helgi Hafliðason (Mjölnir)
2. sæti: Helgi Rafn Guðmundsson (Sleipnir)
3. sæti: Daði Steinn Brynjarsson (VBC)

-90 kg flokkur karla

-101 kg flokkur karla
1. sæti: Diego Björn Valencia (Mjölnir)
2. sæti: Bjarki Pétursson (Mjölnir)
3. sæti: Þórhallur Ragnarsson (Mjölnir)

-101 kg flokkur karla

+101 kg flokkur karla
1. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)
2. sæti: Ragnar Snær Njálsson (VBC)

+101 kg flokkur karla

-64 kg flokkur kvenna
1. sæti: Helga Þóra Kristinsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Hera Margrét Bjarnadóttir (Mjölnir)

-64 kg flokkur kvenna

-74 kg flokkur kvenna
1. sæti: Áslaug María Þórsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Hugrún Birta Egilsdóttir (Mjölnir)

-74 kg flokkur kvenna

Opinn flokkur karla
1. sæti: Daði Steinn Brynjarsson (VBC)
2. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
3. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)

Opinn flokkur karla

Opinn flokkur kvenna
1. sæti: Guðrún Björk Jónsdóttir (VBC)
2. sæti: Hugrún Birta Egilsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Hera Margrét Bjarnadóttir (Mjölnir)

Opinn flokkur kvenna


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði