Flýtilyklar
KEPPNISLIÐIÐ Á MMA EVRÓPUMEISTARAMÓT Í PRAG 22.11
Í lok nóvember halda átta liðsmenn keppnisliðs Mjölnis halda til Prag í Tékklandi til að taka þátt á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. Mótið fer fram dagana 22. til 26. nóvember og er um að ræða útsláttarfyrirkomulag. Keppt er á tveimur völlum í Arena of Sparta og mega keppendur eiga von á því að berjast tvisvar sinnum yfir daginn ef þyngdarflokkurinn er fjölmennur. Mótið var haldið í nóvember á síðasta ári í Birmingham á Englandi og komum við heim með tvo Evrópumeistara í sínum þyngdarflokkum, Bjarka Þór Pálsson og Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur. Einnig tók Pétur Jóhannes Óskarsson brons í þungavigt. Mótið er opið MMA áhugamönnum frá löndum sem eiga aðild að IMMAF samtökunum. Mest geta verið 32 keppendur í hverjum þyngdarflokki fyrir sig sem telur frá fluguvigt ( 56.7kg ) upp í súperþungavigt ( +120.2kg ) í karlaflokki og strávigt ( 52.1kg ) upp í fjaðurvigt ( 65.8kg ) í kvennaflokki.
Keppendur okkar eru þau:
- Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir (fluguvigt 56.7 kg)
- Bjartur Guðlaugsson (fjaðurvigt 65.8 kg)
- Magnús Ingvarsson (veltivigt 77.1 kg)
- Birgir Tómasson (veltivigt 77.1 kg)
- Björn Þorleifsson (millivigt 83.9 kg)
- Hrólfur Ólafsson (millivigt 83.9 kg)
- Egill Hjördísarson (léttþungavigt 93 kg)
- Bjarni Kristjánsson (léttþungavigt 93 kg)
Við munum gera ferðinni góð skil á samfélagsmiðlum okkar, Facebook, Instagram og Snapchat (mjolnirmma). Fylgstu með!