MJÖLNIR OPNAR Í ÖSKJUHLÍÐINNI Í JANÚAR

MJÖLNIR OPNAR Í ÖSKJUHLÍÐINNI Í JANÚAR
Stjórnendur Mjölnis ásamt fjárfestum

Eins og flestir vita nú þegar þá vinnur Mjölnir að flutningi í Öskjuhlíðina þar sem opnað verður í janúar. Þetta er búið að vera langt ferli en um tvö ár eru síðan að stjórnendur Mjölnis fóru að vinna í því að fá húsnæði gömlu Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð undir starfsemi félagsins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nokkrir fjárfestar hafa komið og farið og þrátt fyrir þrautlausa vinnu leit út fyrir það um tíma að draumurinn um flutninginn yrði ekki að veruleika.

Það var svo í raun reyfarakennt hvernig málið fór að lokum en Mjölni tókst að tryggja sér leigu á húsnæðinu mínútu í uppboð þess þann 25. október síðastliðinn. Arnar Gunnlaugsson, Sturla Sighvatsson, Hilmar Þór Kristinsson og fleiri fjárfestar tryggðu þá kaupin á ögurstundu og á sama tíma var gengið frá langtíma leigusamningi við Mjölni.

Nú vinna Mjölnismenn hörðum höndum við að undirbúa nýju Mjölnishöllina á besta stað í Reykjavík og fjöldi sjálfboðaliða vinnur á hverjum degi, ekki síst um helgar,við að gera drauminn að veruleika. Við getum ekki beðið eftir því að opna í janúar.

 


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði