Flýtilyklar
ÞEKKTUR HEILASKURÐLÆKNIR MEÐ FRÆÐSLUFUND Í MJÖLNI
18. febrúar, 2019
Í liðinni viku hélt prófessor Daniel G. Healy heilaskurðlæknir og sérfræðingur í taugalækningum fyrirlestur í Mjölni um Áverkaheilabilun eða CTE (chronic traumatic encephalopathy).
Prófessor Healy er einn að stofnendum sjálfboðaliðasamtakanna Safe MMA sem hafa það markmið að vernda heilsu og öryggi þeirra sem stunda blandaðar bardagaíþróttir (MMA) í Bretlandi og Írlandi. Healy situr jafnframt í læknaráði IMMAF (International Mixed Martial Arts Federation). Þá hefur hann sjálfur stundað hnefaleika og er mikill áhugamaður um bardagaíþróttir almennt.
Prófessor Healy er einn að stofnendum sjálfboðaliðasamtakanna Safe MMA sem hafa það markmið að vernda heilsu og öryggi þeirra sem stunda blandaðar bardagaíþróttir (MMA) í Bretlandi og Írlandi. Healy situr jafnframt í læknaráði IMMAF (International Mixed Martial Arts Federation). Þá hefur hann sjálfur stundað hnefaleika og er mikill áhugamaður um bardagaíþróttir almennt.
CTE hefur verið tengt við endurtekin högg í höfuð og hefur greinst í fótboltaleikmönnun, hokkíleikmönnum, boxurum, hermönnum og þolendum heimilisofbeldis. Merki um CTE má sjá í breytingar á minni, miklum skapgerðarbreytingum, þunglyndi og hömluleysi.
Þetta er í annað sinn sem Mjölnir MMA stendur fyrir opnum fræðslufundi um hugsanlegar afleiðingar heilahristings og höfuðhögga í íþróttum en Mjölnir var á sínum tíma fyrsta íþróttafélagið til að fjalla um þessi mál.
Meðal þeirra sem mættu á fyrirlesturinn voru meðlimir keppnisliðs Mjölnis og erlendir bardagaíþróttamenn sem taka nú þátt í æfingabúðum í Mjölni fyrir komandi bardaga, þar af tvö sem eru á leiðinni í titilbardaga. María Kristín Jónsdóttir taugasálfræðingur var einnig meðal þeirra sem hlýddu á prófessor Healy en María, ásamt Hafrúnu Kristjánsdóttur, sá um fyrsta fræðslufundinn sem Mjölnir hélt um þetta efni. Þær standa nú fyrir umfangmikilli rannsókn um höfuðhögg kvenna í íþróttum sem er einnig hluti af doktorsverkefni Ingunnar Unnsteinsdóttur Kristensen sem hefur starfað sem aðstoðarframkvæmdarstjóri Mjölnis undanfarin ár. Nánari upplýsingar um það veitir Ingunn í síma 697 8605 eða í netfangið ingunn@mjolnir.is
Til gamans má geta að prófessor Healy er fyrrum sigurvegari í Tournament of the Minds sem er landsliðskeppni taugasérfræðinga sem Alþjóðasamtök taugasérfræðinga (World Federation of Neurology) standa fyrir. Allt að fjórir eru í hverju liði en Healy var einn í liði Írlands þegar hann sigraði keppnina 2011.