OPINN FRÆÐSLUFUNDUR Í MJÖLNI UM HEILAHRISTING

OPINN FRÆÐSLUFUNDUR Í MJÖLNI UM HEILAHRISTING
María Jóns­dótt­ir og Hafrún Kristjánsdóttir

Mjölnir stóð í gær fyrir afar vel sóttum almennum fræðslufundi um heila­hrist­ing í íþrótt­um, viðbrögð og mögu­leg­ar af­leiðing­ar. Mjölnir er fyrsta íþróttafélagið til að standa fyrir fræðslu um þessi mál. Þær Hafrún Kristjáns­dótt­ir Ph.D íþrótta­fræðing­ur og María Jóns­dótt­ir Ph.D. tauga­sál­fræðing­ur fluttu erindi á fundinum og fræddu þátttakendur um hugsanlegar afleiðingar heilahristings og viðbrögð við honum.

Eitt af því sem fram kom var að bardagaíþróttamenn eru oft mun meðvitaðri um afleiðingar slíkra áverka en aðrir íþróttamenn þó heilahristingur sé síst óalgengari í mörgum öðrum íþróttum. Hafrún benti á að al­menn vit­und­ar­vakn­ing hafi orðið um áhrif heila­hrist­ings í íþrótt­um. Jafnframt hrósaði hún Mjölni fyrir framtakið að óska eft­ir þess­um fræðslu­fyr­ir­lestri því oft sé til­hneig­ing hjá þeim sem eru í íþrótt­um að hlusta ekki á hver mögu­leg áhrif af heila­hrist­ing eru á líf ein­stak­linga. Sagði hún Mjölni sýna mikla ábyrgð með þessu framtaki sem væri til fyrirmyndar og sagðist vonast til að önnur íþróttfélög tækju upp sömu stefnu. 

Fullt var út úr dyrum á fundinum og mátti þar m.a. sjá mörg þekkt andlit úr íþróttaheiminum á Íslandi.

Sjá nánar frétt á mbl.is um fundinn.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði