Flýtilyklar
OPNUNARHÁTÍÐ MJÖLNISHALLARINNAR Í ÖSKJUHLÍÐ
Mjölnir heldur uppá hallarbyltingu sína í Öskjuhlíðinni með veglegri opnunarhátíð Mjölnishallarinnar milli kl. 14-16 laugardaginn 18. febrúar. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri til að kynna sér nýju Mjölnishöllina, húsakynnin og það sem í boði verður. Upphífingakeppnin byrjar kl 15:00 í Hel, verðlaunin fyrir flestu upphífingarnar er 6 mánuðir í Mjölni. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna í atburðinum á Facebook.
Um kvöldið verður síðan Ginnungur, opnunarpartý Mjölnishallarinnar. Það hefst kl. 21:30 og aldurstakmark er 20 ár. Nánari upplýsingar á Facebook.
Við minnum á að síðasta æfingin á Seljaveginum verður miðvikudaginn 15. febrúar.