Flýtilyklar
SÍÐASTA ÆFINGIN Í KASTALANUM OG LOKUN
Hefðbundinni stundaskrá í Mjölni á Seljaveginum lýkur þriðjudaginn 14. febrúar. Á miðvikudaginn 15. febrúar verður aðeins ein æfing og það er LOKAÆFINGIN í Mjölniskastalnum. Æfingin verður blönduð af öllum sem við gerum og það geta allir iðkendur í Mjölni mætt ef þeir eru orðnir 14 ára og eldri. Jón Viðar og Gunnar Nelson munu stýra æfingunni sem verður í sal 1 og að henni lokinni verður tekin RISA hópmynd sem verður hengd upp í nýju Höllinni.
Þótt það verði lokað á fimmtudag og föstudag þá munum við bjóða upp á tvær útiæfingar í Öskjuhlíðinni.
Við opnum svo með brjáluðum látum þann 18. febrúar og nýja stundaskráin tekur gildi mánudaginn 20. febrúar.