NÝ STUNDATAFLA OG GRUNNNÁMSKEIÐ

NÝ STUNDATAFLA OG GRUNNNÁMSKEIÐ
Mjölnir

Ný stundatafla fyrir haustið 2016 tekur gildi í dag, mánudaginn 5. september. Við vekjum sérstaka athygli á nokkrum breytingum og nýjum grunnnámskeiðum sem hefjast í október.

Í fyrsta lagi þá munum við til reynslu hafa lengri Nogi 201 á þriðjudögum eða 90 mínútur. Þarna er verið að koma til móts við óskir iðkenda um að fá einhverja 90 mínútna glímutíma í töflu. Í Víkingaþrekinu verða engir fastir Ruddatímar heldur verða þær æfingar teknar inn í hefðbundna tíma öðru hverju.

MjölnisYoga 101 er nýtt 6 vikna grunnnámskeið fyrir 14 ára og eldri sem hefst mánudaginn 3. október og verður kl. 16:30 á mánudögum og miðvikudögum í Sal 3.

Þriðudaginn 4. október hefjast síðan þrjú 6 vikna 101 námskeið. Valhamur 101 sem einnig er grunnnámskeið fyrir 14 ára og eldri en það verður kl. 19:00 (þri og fim) í Sal 1, Víkingaþrek 101 kl. 19:00 (þri og fim) í Sal 2  og Kickbox 101 kl. 20:00 (þri og fim) í Sal 2.

Meðlimir Mjölnis sem vilja skrá sig á grunnnámskeið skulu hafa samband við Móttöku Mjölnis, þar skrá þeir sig og greiða. Minnum á að meðlimir  (á föstum mánaðargreiðslum) fá 75% afslátt af gjaldi grunnnámskeiða.

Innifalið í verði ofangreindra 101 námskeiða er ein vika í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur. Þeir sem sækja grunnnámskeið í Mjölni mega einnig mæta í Goðaaafl, sem er alla virka daga, Mjölnisyoga, sem er alla 7 daga vikunnar, og hafa aðgang að sánu eftir æfingar.

Athugið að skráning á námskeið er ekki endanleg fyrr en hefur verið greitt!

Sjá nánari upplýsingar um gjaldskrána.

Skráning fer fram hér á Mjölnisvefnum undir hverju grunnnámskeiði fyrir sig en iðkendur skrá sig í móttöku Mjölnis. Skráning á barna- og unglinganámskeiðin fer fram í móttöku Mjölnis eða gegnum netfangiðmjolnir@mjolnir.is 

Nánari upplýsingar fást í móttöku Mjölnis eða gegnum mjolnir@mjolnir.is.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði