Valshamur 101

Valshamur 101

 

Valshamur 101 er sex vikna grunnnámskeið í hreyfiflæði. Á námskeiðinu læra iðkendur að virkja og efla líkamsvitund og samhæfingu þar sem þeir vinna með eigin líkamsþyngd á einstakan máta. Valshamur reynir á jafnvægi, liðleika, úthald og styrk svo eitthvað sé nefnt. Þetta einstaka námskeið fær þig til að hugsa öðruvísi um líkamann og hreyfingu almennt þar sem það færir líkamsvitund þína , liðleika og styrk upp á næsta stig. Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur  þar sem hver og einn vinnur sig áfram eftir eigin getu.

Innifalið í grunnnámskeiði: Innifalið í verði 101 námskeiða er ein vika í Mjölni eftir að grunnnámskeiði lýkur. Innifalið er einnig aðgangur að heitum potti, köldum potti og lyftingaraðstöðu. Sána er í vinnslu. 

Mikilvægt er að allir iðkendur fari eftir og virði reglur félagsins sem eru aðgengilegar hér á vefnum.

Við erum hér á Facebook: Valshamur

Búnaður: Sá staðalbúnaður sem iðkendur þurfa að hafa með sér í tíma og seldir eru stakir og/eða í sérstökum byrjendapökkum í Óðinsbúð er eftirfarandi:

  • íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol, engir skór)

Þjálfari: Dagmar Hrund

Þú getur skráð þig strax í meðlimaáskrift en þá færðu eitt grunnnámskeið (101) frítt með 6 mánaða eða lengri binditímaáskrift. Meðlimir í fastri meðlimaáskrift (6 mánaða binditími eða lengur) fá 50% afslátt af 101 grunnnámskeiðum og aðgang að öllum opnum tímum.

Skráning á námskeið 

Save

Save

Save

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði