HEILASKURÐLÆKNIRINN DAN HEALY MEÐ FYRIRLESTUR Í MJÖLNI

HEILASKURÐLÆKNIRINN DAN HEALY MEÐ FYRIRLESTUR Í MJÖLNI
Dan Healy

Heilaskurðlæknirinn Daniel Healy er staddur hér á landi. Hann mun halda fyrirlestur og fræðslufund miðvikudagskvöldið 13. febrúar kl. 20 á Drukkstofunni í Mjölni fyrir keppendur okkar aðra sem áhuga hafa. Fyrirlesturinn er opinn öllum en er sérstaklega miðaður að keppendum í boxi og MMA.

Prófessor Dan Healy er staddur í fríi hér á landi en hann er einn af stofnendum SafeMMA á Írlandi en samtökin (sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni) votta að bardagakeppnir á Bretlandi og Írlandi fylgi öllum helstu öryggisreglum fyrir keppendur.

Hann er einnig í læknaráði IMMAF (International MMA Federation) sem veitir leiðarvísi að öryggi keppenda í íþróttinni. Healy hefur lengi unnið með John Kavanagh og þekkir íþróttina mjög vel. Þá hefur hann sjálfur stundað hnefaleika og er mikill áhugamaður um bardagaíþróttir almennt.

Healy mun eins og áður segir halda fræðslufund fyrir keppendur Mjölnis í MMA og hnefaleikum um heilahristing, öryggi í íþróttinni og fleira. Fyrirlesturinn er þó opinn öllum en Mjölnir var í nóvember 2017 fyrsta íþróttafélagið til að halda opinn fræðslufund um þessi mál.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði