GOÐAAFL 101

Goðaafl 101 er grunnnámskeið í hugmyndafræðinni á bakvið Goðaafls tímana. Hægt væri að segja að markmið námskeiðsins sé að auka hreyfifærni þátttakenda.

Goðaafl eru fjölbreyttir tímar þar sem við bætum styrk, liðleika, samhæfingu, jafnvægi og hreyfifærni með styrktaræfingum, liðleikaæfingum, hreyfiþrautum og leikjum. Æfingarnar sem við notum til þess eru fjölbreyttar, t.d. æfingar með léttum ketilbjöllum og lóðum, flæðisæfingar á gólfi (e. locomotion/floorwork) eða hreyfigetuæfingar (teygjur, hreyfiteygjur og styrktaræfingar í teygjum).

Á grunnnámskeiðinu verða helstu æfingar sem notaðar eru í tímunum kenndar á skipulagðan máta ásamt því að gengið verður úr skugga um að allir þátttakendur fái æfingar við hæfi. Á námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á liðleika og hreyfigetu þjálfun.

Námskeiðið mun veita þátttakendum góðan grunn í þeim æfingum sem notaðar eru í Goðaafls tímunum í lokuðum hóp. Engin krafa er þó gerð um að hafa lokið Goðaafli 101 til þess að mæta í opnu tímana.

Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri og á öllum getustigum. Hvort sem að þú æfir 5x í viku og vilt bæta hreyfifærni og liðleika eða ert að taka þín fyrstu skref eftir mikla kyrrsetu, barneignir eða meiðsli.

Innifalið í verði námskeiðs er aðgangur í yoga á meðan á námskeiði stendur og tvær vikur í Mjölni eftir námskeiðið til að sækja hefðbundna Goðaafls tíma.

Við erum hér á Facebook: Mjölnir-Goðaafl

Hvenær: Á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15 (4 vikur)

Búnaður:

  • íþróttaföt (mælt með stuttbuxum og stuttermabol eða hlýrabol, engir skór)

Þjálfari: Helgi Freyr Rúnarsson

Verð má finna hér á vefnum undir Æfingagjöld

 

Skráning á námskeið

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði