Flýtilyklar
VENET, ARON OG JULIUS BERJAST Á GOLDEN TICKET UM HELGINA
Mjölnir sendir þrjá keppendur á Golden Ticket 19 bardagakvöldið. Bardagakvöldið fer fram í Wolverhampton á Englandi laugardaginn 4. júní.
Mjölnir hefur verið í góðu samstarfi við Golden Ticket bardagasamtökin og verður þetta í þriðja sinn sem Mjölnir sendir keppendur sína þangað. Í þetta sinn verða þrír bardagamenn frá okkur í eldlínunni.
Julius Bernsdorf (2-2) keppir sinn fyrsta bardaga í þrjú ár um helgina. Julius fer þá beint í titilbardaga í léttþungavigt gegn Brandon Guest (5-1). Þetta verður fyrsta titilvörn Guest en Julius er staðráðinn að koma heim með beltið. Bardaginn var settur upp með rúmlega tveggja vikna fyrirvara en Julius var allan tímann einbeittur á að berjast og því tilbúinn þegar kallið kom.
Venet Banushi (2-0) mætir Ryan Lockyer (5-6) í léttvigt. Venet átti upphaflega að mæta öðrum andstæðingi en sá þurfti að draga sig úr bardaganum eftir bílslys. Lockyer kemur því inn en hann er glímumaður og með töluvert fleiri bardaga en Venet. Venet hefur unnið báða bardaga sína eftir dómaraákvörðun, báða hjá Golden Ticket og er staðráðinn í að klára bardagann í þetta sinn.
Aron Franz Bergmann Kristjánsson (0-3) ætlar að ná sér í sinn fyrsta sigur í MMA um helgina. Líkt og hjá Venet hefur verið rótering á andstæðingum hans en Aron mætir hinum danska Oskar Lang (1-2-1) í fjaðurvigt. Aron er aðeins tvítugur að aldri en þegar kominn með fína reynslu sem keppandi í MMA og hnefaleikum.
Bardagarnir verða í beinni á vef Live MMA hér og kostar PPV um 2.000 ISK.