Flýtilyklar
VEGNA KÓRÓNAVEIRUNNAR COVID-19
Umræða og fréttaflutningur um Kórónaveiruna COVID-19 hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Í ljósi þeirra frétta viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
Ef þú ert með einkenni sem líkjast flensu þá ertu vinsamlegast beðin/n um að mæta ekki í Mjölni. Jafnframt leggjum við áherslu á að allir sinni sóttvörnum skv. fyrirmælum Embættis landlæknis en þær felast fyrst og fremst í handþvotti, handsprittun og notkun sótthreinsiúða. Í Mjölni leggjum við m.a. áherslu á að allir:
- Noti handspritt t.d. í tækjasal sem og annars staðar
- Komi með eigin „æfinga handklæði“
- Þvoi hendur mjög vel fyrir og eftir æfingu
- Forðist snertingu við augu, nef og munn
Leiðbeiningar hafa verið hengdar upp í Mjölni á íslensku, ensku og pólsku en auk þess vísum við á vef Embættis landlæknis þar sem er að finna ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar, m.a. fyrir börn og ungmenni og fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19. Þá halda Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra úti sérstakri upplýsingasíðu um málið.
- DRAGÐU ÚR SÝKINGARHÆTTU VEGNA KÓRÓNUVEIRUNNAR COVID-19 OG ANNARRA FARSÓTTA
- MINIMISE INFECTION RISK CAUSED BY THE CORONA VIRUS COVID-19 AND OTHER EPIDEMICS
- OGRANICZ RYZYKO ZARAŻENIA SIĘ KORONAWIRUSEM COVID-19 I INNYMI CHOROBAMI ZAKAŹNYMI
Leiðbeiningar um réttan handþvott og handsprittun: