VALENTIN FELS MEÐ BRONS Á ADCC TRIALS

VALENTIN FELS MEÐ BRONS Á ADCC TRIALS
ADCC Trials

Fjórir keppendur frá Mjölni kepptu á ADCC European Trials um helgina. Mótið fór fram í Póllandi en enginn af fjórmenningunum náði að tryggja sér þátttökurétt á stóra ADCC mótið í haust.

ADCC er sterkasta glímumót heims en mótið er haldið annað hvert ár. Mörgum af bestu glímumönnum heims er boðið að keppa á mótinu og þá fá sigurvegarar síðasta móts sjálfkrafa þátttökurétt. Það er einnig hægt að vinna sér inn þátttökurétt með sigri á úrtökumótum líkt og fór fram í dag. ADCC er með tvö úrtökumót í Bandaríkjunum, tvö í Evrópu, eitt í Suður-Ameríku og eitt í Asíu fyrir hvert ADCC mót.

Ingibjörg Birna Ársælsdóttir, Valentin Fels, Halldór Logi Valsson og Kristján Helgi Hafliðason kepptu öll á mótinu í dag. Ingibjörg keppti í -60 kg flokki en hún tapaði fyrstu glímunni sinni eftir dómaraákvörðun eftir framlengingu í jafnri glímu.

Halldór Logi Valsson keppti í -88 kg flokki en hann tapaði sinni fyrstu glímu með tveimur stigum eftir framlengingu. Kristján Helgi Hafliðason var einnig í -88 kg flokki og tapaði 2-0 gegn andstæðingi sem náði 4. sæti á síðasta ADCC úrtökumóti.

Valentin Fels átti frábæran dag í -77 kg flokki. Valentin vann sína fyrstu glímu á „heelhook“ og þá næstu eftir „kneebar“. Eftir sigur eftir dómaraákvörðun í 8-manna úrslitum var hann kominn í undanúrslit þar sem hann þurfti að sætta sig við tap. Valentin vann síðan bronsglímuna sem er frábær árangur á svo sterku móti. Þrátt fyrir þessa góðu frammistöðu var það ekki nóg til að tryggja sig inn á stóra ADCC mótið í haust.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði