Flýtilyklar
ÚRSLIT Á MJÖLNIR OPEN UNGLINGA 2015
Uppgjafarglímumótið Mjölnir Open Unglinga fór fram í Mjölniskastalanum í dag en alls voru rúma þrjátíu keppendur, á aldrinum 12-17 ára, skráðir til leiks frá fimm félögum. Keppt var í sjö aldurs-, kynja- og þyngdarskiptum flokkum, auk opinna flokka drengja og stúlkna.
Mikil leikgleði og íþróttamannsleg framkoma einkenndi mótið og mátti sjá ófá tilkomumikil tilþrif hjá landsins efnilegasta glímufólki. Margar frábæra glímur voru á mótinu og ljóst að framtíð sportsins er björt miðað við tilþrifin sem sáust í dag.
Sigurvegari í opnum flokki stúlkna var Áslaug María Þórsdóttir, Mjölni, en sigurvegari í opnum flokki drengja var Bjarni Darri Sigfússon, Sleipni. Bjarni Darri mætti Árna Snæ Fjalarssyni, Mjölni, í úrslitum bæði opna flokksins sem og flokki drengja fæddra 1998-1999 og yfir 72 kg og unnu þeir sitt gullið hvor í æsispennandi glímum. Höfum menn á máli að þeir þyrftu helst að mætast í þriðja sinn svo skemmtilegar voru glímur þeirra. Þá vakti frammistaða þeirra Áslaugu Maríu (fædd 2000) og Emblu Ýr (fædd 2002) í opna flokknum sérstaka athygli. Aldursflokkar þeirra féllu niður því þær voru einar í hvorum yngstu flokkanna en kepptu svo í opna flokknum sem Áslaug María gerði sér lítið fyrir og sigraði og Embla Ýr vann til bronsverðlauna.
Mjölnir þakkar öllum keppendum og starfsfólki fyrir þátttökuna og aðkomu að mótinu. Myndir frá mótinu má sjá hér á Facebooksíðu Mjölnis.
Verðlaunahafa má sjá hér fyrir neðan.
Drengir fæddir 2002-2003, undir 43 kg
- Mikael Leo Acialipen, Mjölni
- Róbert Ingi Bjarnason, Mjölni
- Björgúlfur Burknason, Mjölni
Drengir fæddir 2002-2003, yfir 43 kg
- Kári Hlynsson, Mjölni
- Halldór Ýmir Ævarsson, Mjölni
- Gunnar Örn Guðmundsson, Sleipni
Drengir fæddir 2000-2001, undir 64 kg
- Einar Torfi Torfason, Herði
- Valdimar Torfason, Mjölni
- Einar Þór Friðriksson, Mjölni
Drengir fæddir 2000-2001, yfir 64 kg
- Sveinn Óli Guðmundsson, Mjölni
- Oliver Sveinsson, Mjölni
- Kristófer Leví Kristjánsson, Herði
Drengir fæddir 1998-1999, undir 72 kg
- Gunnar Sigurðsson, VBC Checkmat
- Styrmir Þór Hauksson, VBC Checkmat
- Aadrian Krasniqi, Mjölni
Drengir fæddir 1998-1999, yfir 72 kg
- Árni Snær Fjalarsson, Mjölni
- Bjarni Darri Sigfússon, Sleipni
- Sigurður Örn Alfonsson, Mjölni
Stúlkur fæddar 1998-1999
- Anika Elsý Ívarsdóttir, VBC Checkmat
- Sara Lind Arnfinnsdóttir, Mjölni
- Anastasia Skirta, Mjölni
Opinn flokkur drengja
- Bjarni Darri Sigfússon, Sleipni
- Árni Snær Fjalarsson, Mjölni
- Sigurður Örn Alfonsson, Mjölni
Opinn flokkur stúlkna
- Áslaug María Þórsdóttir, Mjölni
- Anika Elsý Ívarsdóttir, VBC Checkmat
- Embla Ýr Guðmundsdóttir, Mjölni