ÚRSLIT Á MJÖLNIR OPEN UNGLINGA

ÚRSLIT Á MJÖLNIR OPEN UNGLINGA
Atli sigrar eina af glímum sínum á mótinu

Glæsilegu móti Mjölnir Open unglinga var að ljúka þar sem hátt í 40 keppendur fæddir 1999-2004 voru skráðir til leiks frá 5 félögum. Glímufólk framtíðarinnar sýndi margar frábærar glímur á mótinu en alls var keppt í 9 flokkum auk opinna flokka beggja kynja.

Keppendur úr Mjölni hlutu 22 verðlaun á mótinu, þar af 9 gullverðlaun m.a. í báðum opnu flokkunum.

Sigurvegarar í opnum flokkum voru þau Áslaug María og Atli Þór en þau koma bæði úr Mjölni eins og áður segir. Áslaug sigraði Karlottu úr VBC í vafalítið einni af mest spennandi glímum mótsins sem endaði í dómaraúrskurði eftir að jafnt var að stigum eftir framlengingu. Þetta er annað árið í röð sem Áslaug sigrar opna flokkinn á mótinu. Atli Þór sigraði sigraði Valdimar félaga sinn úr Mjölni í úrslitum opna flokksins á uppgjafartaki en þess má geta að verðlaunahafa í opnum flokki drengja voru þeir sömu og í léttari flokki drengja fæddra 1999 og 2000.

Mjölnir þakkar öllum keppendum og starfsfólki fyrir þátttökuna og aðkomu að mótinu. Hér eru myndir frá mótinu.

Áslaug bar sigurorð á Karlottu í úrslitum opna flokksins

Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit mótsins:

ALDURSFLOKKUR 2003-2004

-50 kg flokkur drengja

1. sæti: Mikael Leó Aclipen (Mjölnir)
2. sæti: Róbert Ingi Bjarnason (Mjölnir)
3. sæti: Daníel Dagur Árnason (Sleipnir)

+50 kg flokkur drengja

1. sæti: Ísak Rúnar (Mjölnir)
2. sæti: John William Knibbs (Mjölnir)
3. sæti: Jóel Helgi Reynisson (Sleipnir)

Stúlknaflokkur

1. sæti: Karítas Sól (VBC)
2. sæti: Arora Jónsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Emilía Hlín Guðnadóttir (Mjölnir)

ALDURSFLOKKUR 2001-2002

-70 kg flokkur drengja

1. sæti: Kári Hlynsson (Mjölnir)
2. sæti: Halldór Ýmir Ævarsson (Mjölnir)
3. sæti: Viktor Gunnarsson (Mjölnir)

+70 kg flokkur drengja

1. sæti: Davíð Már Almarsson (Fenrir)
2. sæti: Einar Ásmundsson (Mjölnir)

ALDURSFLOKKUR 1999-2001

-75 kg flokkur stúlkna

1. sæti: Áslaug María Þórsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Lára Sif Davíðsdóttir (Mjölnir)
3. sæti: Lana Kristín Dungal (Mjölnir)

+75 kg flokkur stúlkna

1. sæti: Karlotta Brynja Baldvinsdóttir (VBC)
2. sæti: Ilanita Jósefína (Mjölnir)

ALDURSFLOKKUR 1999-2000

-75 kg flokkur drengja

1. sæti: Atli Þór Edwald Kristinsson (Mjölnir)
2. sæti: Valdimar Torfason (Mjölnir)
3. sæti: Sveinn Óli Guðmundsson (Mjölnir)

+75 kg flokkur

1. sæti: Bjarni Darri Sigfússon (Sleipnir)
2. sæti: Bjarni Þór Ævarsson (Fenrir)
3. sæti: Rúnar Freyr Júlíusson (Fenrir)

OPINN FLOKKUR STÚLKNA

1. sæti: Áslaug María Þórsdóttir (Mjölnir)
2. sæti: Karlotta Brynja Baldvinsdóttir (VBC)
3. sæti: Lára Sif Davíðsdóttir (Mjölnir)

Verðlaunahafar í opnu flokki

OPINN FLOKKUR DRENGJA

1. sæti: Atli Þór Edwald Kristinsson (Mjölnir)
2. sæti: Valdimar Torfason (Mjölnir)
3. sæti: Sveinn Óli Guðmundsson (Mjölnir)

Verðlaunahafar í opnu flokki

 

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði