ÚRSLIT Á GRETTISMÓTINU 2015

ÚRSLIT Á GRETTISMÓTINU 2015
Glímt á Grettismótinu

Grettismót Mjölnis fór fram í gær en alls voru rúmlega fimmtíu keppendur skráðir til leiks. Fjöldi frábærra glíma litu dagsins ljós og voru margar þeirra afar jafnar og spennandi. Mótið fór vel fram og var íþróttaandinn í fyrirrúmi.

Mjölnir hlaut flest verðlaun á mótinu og Halldór Logi Valsson úr Fenri vann bæði opinn flokk karla og +101 kg flokkinn.

Aðeins ein kona var skráð til leiks, Katla Hrund Björnsdóttir sem keppti í -68 kg flokki með strákunum, og var því enginn opinn flokkur kvenna. Hún fékk þó að launum blómvönd fyrir hugrekki sitt að keppa með strákunum.

Símon Böðvarsson úr Mjölni fékk verðlaun fyrir tilþrif mótsins en hann sigraði bronsglímuna sína á „triangle“ hengingu þegar aðeins sex sekúndur voru eftir af glímunni. Símon var undir á stigum þegar hann náði hengingunni sem tryggði honum þriðja sætið í -68kg flokki.

Heildarúrslit voru annars sem hér segir:

-68 kg flokkur

1. sæti: Axel Kristinsson (Mjölnir)
2. sæti: Kristján Sigurðsson (Mjölnir)
3. sæti: Símon Böðvarsson (Mjölnir)

-79 kg flokkur

1. sæti: Daði Steinn Brynjarsson (VBC)
2. sæti: Ómar Yamak (Mjölnir)
3. sæti: Vilhjálmur Arnarsson (Fenrir)

-90 kg flokkur

1. sæti: Eiður Sigurðsson (Mjölnir)
2. sæti: Sindri Ingólfsson (Mjölnir)
3. sæti: Sigurður Baldur Kolbrúnarson (Mjölnir)

-101 kg flokkur

1. sæti: Diego Björn Valencia (Mjölnir)
2. sæti: Bjarki Pétursson (Mjölnir)
3. sæti: Aron Einarsson (Mjölnir)

+101 kg flokkur

1. sæti: Halldór Logi Valsson (Fenrir)
2. sæti: Brynjar Örn Ellertsson (Mjölnir)
3. sæti: Jóhann Kristinsson (Mjölnir)

Opinn flokkur

1. sæti: Halldór Logi Valsson (Fenrir)
2. sæti: Jóhann Kristinsson (Mjölnir)
3. sæti: Jóhann Páll Jónsson (Mjölnir)

Mjölnir þakkar öllum þeim sem að mótinu komu, þátttakendum, áhorfendum, starfsmönnum og öðrum þeim sem gerðu þetta að eins góðu móti og raun bar vitni. Sérstakar þakkir fær Sigrún Helga Lund mótsstjóri Mjölnis. Myndir frá mótinu birtast fljótlega inná Facebooksíðu Mjölnis.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði