Flýtilyklar
Unnið að lögleiðingu MMA á Íslandi
Vísir greindi frá því fyrr í dag að Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggist að leggja fram frumvarp sem miði að því að MMA (blandaðar bardagaíþróttir) verði lögleitt hér á landi.
Þingskjali var dreift á Alþingi þar sem Guðlaugur Þór, ásamt 12 öðrum þingmönnum flestra flokka, fór fram á það að Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og ráðherra íþróttamála, „flytji Alþingi skýrslu um þær reglur sem gilda í Svíþjóð um viðburði þar sem keppt er í blönduðum bardagaíþróttum, þann undirbúning sem fram fór fyrir setningu reglnanna og það mat sem hefur farið fram á framkvæmd og áhrifum þeirra þar í landi. Jafnframt er þess óskað að lagt verði mat á jákvæð áhrif þess á ferðaþjónustu ef slíkir viðburðir færu fram hér á landi.“
Guðlaugur Þór var í beinni útsendingu frá Mjölniskastalanum í fréttatímatíma stöðvar í kvöld þar sem hann ræddi þessi mál. Þá var hann einnig í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Þetta eru gríðarlega mikilvægar fréttir fyrir iðkendur og aðra unnendur MMA á Íslandi. Við hjá Mjölni fögnum mjög þessu framtaki. Í dag eru engin eiginleg lög sem banna MMA en við eru sammála því að best er að fara að dæmi nágrannaþjóða okkar og setja sérstök lög eða regluverk utan um sportið til að tryggja að staðið verði að keppnum í blönduðum bardagaíþróttum af fagmennsku hér á landi og öryggi keppenda tryggt eins og best er á kosið. Vonandi verður þetta til þess að hægt væri að halda keppni í íþróttinni hér á landi sem fyrst en eins og staðan er í dag þurfa allir þeir sem stunda íþróttina sem keppnisgrein að fara erlendis til að öðlast keppnisreynslu sem tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn.
Við hjá Mjölni vitum af áhuga erlendra keppenda sem og mótshaldara á að keppa eða standa að keppni á Íslandi og við erum nú þega með þó nokkrar keppendur sem eru tilbúnir í slaginn en kostnaður vegna ferða erlendis stendur í vegi fyrir frekari keppnisreynslu eins og áður segir. Fulltrúar stærsta MMA sambands heims, UFC, hafa t.d. lýst því yfir óformlega í samræðum við stjórnendur Mjölnis að þeir hafi áhuga á að koma til Íslands og svo er um fleiri. Það er því helling í kortunum um leið og búið verður að ganga frá lagalegri umgjörð um keppni og annað sem snýr að MMA hér á landi.