UNBROKEN DEILDIN: Dagur 1 úrslit

Fyrsti keppnisdagur í Unbroken deildinni fór fram á laugardaginn. 97 keppendur eru skráðir til leiks og fóru 162 glímur fram á fjórum völlum.

Keppt er yfir þrjá keppnisdaga og fór fyrsti keppnisdagur fram um helgina. Í 4-5 manna flokkum er leikin heil umferð (allir keppa við alla) á hverjum keppnisdegi en í 6-7 manna flokkum er tvöföld umferð (allir keppa við alla tvisvar, dreift á þrjá keppnisdaga). Í fjölmennari flokkum er bara ein umferð dreift yfir keppnisdagana þrjá.

Það var nóg um að vera á dýnunum á laugardaginn og stappfullt af keppendum og áhorfendum. 86 glímur enduðu með uppgjafartaki og eru línurnar farnar að skýrast í flokkunum eftir fyrsta keppnisdag. Hér að neðan má sjá stöðuna í hverjum flokki eftir helgina.

Byrjendadeild

-60 kg flokkur kvenna

Fyrsta umferð af þremur fór fram á laugardaginn og er Harpa Hauksdóttir (Mjölnir) efst eftir daginn en Harpa vann tvær glímur með uppgjafartaki. Þórhanna Inga (VBC) er í 2. sæti en glíma hennar við Hörpu lauk með jafntefli og er tveimur stigum á eftir Hörpu. Það verður áhugavert að sjá hvernig næstu umferðir spilast og verður hart barist um toppsætið.

-70 kg flokkur kvenna

Heil umferð fór fram í þessum flokki og stefnir í jafna og spennandi baráttu. Kolfinna Þöll (Mjölnir) og Vera Óðinsdóttir (Reykjavík MMA) sitja jafnar í efsta sæti með 11 stig. Glíma þeirra endaði í jafntefli og verður spennandi að sjá hvernig stigin standa þegar deildinni lýkur.

-66 kg flokkur karla

Í þessum flokki er leikin tvöföld umferð sem er dreift á þrjá keppnisdaga. Fyrstu 9 glímurnar af 30 fóru fram á laugardaginn og eru þeir Haukur Birgir (Mjölnir) og Sigurður Eggertsson (Mjölnir) jafnir í efsta sæti með þrjá sigra. Þeir mætast á næsta keppnisdegi í febrúar.

-77 kg flokkur karla

Það var full mæting í þennan 11 manna flokk og hörku glímur. Sindri Dagur Sigurðsson (Mjölnir) er efstur eftir fyrsta keppnisdag en hann vann allar fjórar glímur sínar. Hlynur Smári Magnússon (Mjölnir) vann allar þrjár glímurnar sínar og er því í 2. sæti með 10 stig. Það verður spennandi að sjá hvernig þessi flokkur þróast enda fjölmennur og keppa allir við alla bara einu sinni.

-88 kg flokkur karla

Þessi fjölmenni flokkur var einnig spennandi. Hilmir Dan Gíslason (World Class) er efstur með fjóra sigra en á eftir honum kemur Arnar Dan (Mjölnir) með 11 stig. Arnar og Hilmir eiga eftir að mætast og verður fróðlegt að sjá hvernig taflan mun líta út eftir næsta keppnisdag.

-99 kg flokkur karla

Helmingur keppenda var fjarverandi vegna veikinda í þessum flokki og því er staðan eilítið snúin en í þessum flokki er leikin tvöföld umferð sem er dreift á þrjá keppnisdaga. Bragi Þór Pálsson (Mjölnir) og Julius Scholtes eru saman efstir með 10 stig en þeir mætast á næsta keppnisdegi.

+99 kg karla

Heil umferð hjá stóru strákunum fór fram á laugardaginn. Mímir Brynjarsson (Týr) er efstur með tvo sigra og eitt jafntefli. Birgir Steinn (Brimir) og Tomasz Sobczak (Momentum) koma þar fast á hæla hans með 6 og 5 stig hvor.

Úrvalsdeild

-60 kg flokkur kvenna

Inga Birna Ársælsdóttir (Mjölnir) er strax komin með 5 stiga forskot í þessum flokki eftir eina umferð. Auður Olga Skúladóttir (Mjölnir) og Kolka Hjaltadóttir (VBC) eru báðar með 8 stig í 2. sæti og stefnir í harða baráttu þeirra á milli. Auður og Kolka munu mætast tvisvar í viðbót áður en deildin klárast.

-70 kg flokkur kvenna 

Í þessum flokki er leikin tvöföld umferð sem er dreift á þrjá keppnisdaga. Ólöf Embla Kristinsdóttir (VBC) vann allar þrjár glímurnar sínar og er í efsta sæti með 10 stig. Sara Dís (Mjölnir) er í 2. sæti með 8 stig en Ólöf og Sara mætast á næsta keppnisdegi.

+70 kg flokkur kvenna

Heil umferð fór fram í þessum flokki og er Anna Soffía Víkingsdóttir (Sleipnir) efst með 10 stig. Anna Soffía vann allar glímurnar sínar á uppgjafartaki og er strax komin með þriggja stiga forystu á toppnum.

-77 kg flokkur karla

Einn sterkasti flokkur mótsins olli ekki vonbrigðum á fyrsta keppnisdegi en óvænt úrslit litu dagsins ljós. Þorsteinn Snær Róbertsson (Reykjavík MMA) er efstur eftir fyrsta keppnisdag með 10 stig. Hann sigraði Mikael Aclipen og Bjarka Ómarsson með uppgjafartaki og átti frábæran dag. Fast á hæla hans kemur Vilhjálmur Arnarsson (Mjölnir) með 8 stig en hann náði tveimur sigrum og einu jafntefli.

-88 kg flokkur karla

Þrír keppendur eru með fullt hús stiga eftir fyrsta keppnisdag í þessum fjölmennasta flokki deildarinnar (13 keppendur). Róbert Óliver (Mjölnir) fékk 4 glímur og vann þær allar. Helgi Ólafsson (Mjölnir) og Stefán Fannar (Mjölnir) eru báðir með 10 stig en báðir fengu þeir 3 glímur. Sindri Baldur (Mjölnir) er sömuleiðis með 10 stig eftir 3 sigra og eitt jafntefli. Hnífjafnt í þessum sterka flokki.

-99 kg flokkur karla

Í þessum flokki er leikin tvöföld umferð sem er dreift á þrjá keppnisdaga. Eiður Sigurðsson (VBC) er efstur með 3 sigra eftir fyrsta keppnisdag. Bjarni Ká Sigurjónsson (Mjölnir) er í 2. sæti með 6 stig en fast á eftir honum koma þeir Halldór Logi Valsson (Mjölnir) og Bjarki Eyþórsson (Mjölnir) með 5 stig hvor.

+99 kg flokkur karla

Heil umferð fór fram í þessum flokki á laugardaginn. Daði Steinn (VBC) er strax kominn með 7 stiga forskot á toppnum og erfitt að sjá hann tapa toppsætinu úr þessu. Diego Valencia (Mjölnir) og Eggert Djaffer (Mjölnir) eru jafnir í 2. sæti með 6 stig.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði