Tveir sigar á innan við mínútu... samtals!

Tveir sigar á innan við mínútu... samtals!
Egill rotar Matt Hodgson

Mjölnismenn stóðu sig frábærlega á CSFC bardagakvöldinu í Doncaster í Englandi í gærkvöldi. Þeir Birgir Örn Tómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson kepptu báðir í MMA en Diego Björn Valencia reyndi í fyrsta sinn fyrir sér í sparkboxi eftir K1 reglum.

Allir mættu þeir reyndari köppum og heimamönnum. Birgir mætti Onur Caglar sem var með átján bardaga að baki meðan Birgir var með þrjá bardaga, Egill sem hafði keppt tvisvar mætti Matt Hodgson sem var með fjóra bardaga undir belti og Diego sem eins og áður segir var að stíga sín fyrstu skref í K1 sparkboxi mætti Anthony Elliot sem hafði kepp fjórum sinnum í K1.

Þessi reynslumunur varð hins vegar ekki sýnilegur þegar á hólminn var komið. Fyrstu í búrið var Birgir og hann kláraði andstæðing sinn með glæsilegu skrokkhöggi eftir aðeins 46 sekúndur!

Næstur var Diego og K1 bardagi hans fór allar þrjár loturnar. Að lokum fór svo að tveir dómarar af þremur úrskurðuðu heimamanninum sigur en sannarlega frábær frammistaða hjá Diego í sínum fyrsta bardaga og voru ýmsir á því að hann hefði átt að fá sigurinn.

Síðastur okkar manna var Egill sem sannaði hið fornkveðna að hinir síðustu munu verða fyrstir því Egill rotaði andstæðing sinn með glæsilegu hásparki eftir aðeins 7 sekúndur! Þess má til gaman geta að andstæðingur Egils var með 3 sigra og 1 tap á sínum bardagaferli fyrir þennan bardaga og hans eina tap var gegn Mjölnismanninum Þóri Erni en þeir kepptu í desember á síðasta ári. Það verður því sennilega bið á því að Matt Hodgson samþykki bardaga gegn Íslendingi á næstunni.

Sannarlega mögnuð frammistað hjá okkar mönnum en hér fyrir neðan má sjá myndbönd af sigurhöggum og spörkum þeirra Birgis og Egils.

Birgir Örn afgreiðir Onur Caglar 

Egill Øydvin rotar Matt Hodgson 

Umfjöllun á Vísi:

Umfjöllun á MMA Fréttum:


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði