TÓLF VERÐLAUN Á TVEIMUR GLÍMUMÓTUM ERLENDIS

TÓLF VERÐLAUN Á TVEIMUR GLÍMUMÓTUM ERLENDIS
Keppendur á NAGA í París

Glímufólk úr Mjölni kom heim með tólf verðlaun alls frá NAGA mótinu í París og Primal Games í Utrecht um helgina. Átta verðlaun komu á NAGA og fern á Primal Games.

Mótin eru afar sterkt en þess má geta að yfir 400 keppendur voru skráðir til leiks í París þar sem bæði var keppt í gi (í galla) og nogi (án galla).

Þau Þórhallur Ragnarsson, Halldór Logi Valsson, Inga Birna Ársælsdóttir, Davíð Freyr Hlynson, Sigurvin Eðvarðsson, Marek Bujło og Pétur Óskar Þorkelsson kepptu öll í expert flokki á mótinu en sá flokkur er ætlaður fyrir fjólublá, brún og svört belti í brasilísku jiu-jitsu. Robert Jarmoszko keppti svo í intermediate flokki (blá belti eða tveggja til fimm ára reynsla) og Jarek Borowski í beginner flokki (hvít belti eða þeir sem hafa æft í 6 mánuði til 2 ár). Uppskeran á mótinu var ansi góð en hér má sjá þá sem hlutu verðlaun:

Expert flokkur:
Þórhallur Ragnarsson -88,9 kg: Silfur í gi
Inga Birna Ársælsdóttir -59 kg: Silfur í gi og silfur í nogi
Halldór Logi Valsson -99 kg (nogi) og +99 kg (gi): Brons í nogi og silfur í gi*

Intermediate flokkur:
Robert Jarmoszko +100 kg: Silfur í nogi og brons í gi

Beginner flokkur:
Jarek Borowski -79 kg masters (30-35 ára): Gull í gi

Fimm úr hópnum héldu síðan til Hollands til að keppa á Primal Games í Utrecht þar sem unnust fern verðlaun. Í Hollandi var aðeins keppt í nogi (án galla) í þremur mismunandi styrktarflokkum.


Elite flokkur (+5 ára reynsla í glímu):
Halldór Logi Valsson hlaut silfur í +91 kg flokki
Sigurvin Eðvarðsson hlaut silfur í -91 kg flokki

Advanced (2-5 ára reynsla):
Þórhallur Ragnarsson fékk gull í -91 kg flokki
Pétur Óskar Þorkelsson hlaut silfur í -70 kg flokki

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði