Flýtilyklar
TÍMABUNDNAR BREYTINGAR VEGNA COVID-19
Tímabundnar breytingar verða á opnunartíma og starfsemi Mjölnis frá og með hádegi á morgun, föstudagsins 31. júlí, í samræmi við tilmæli stjórnvalda um hertar aðgerðir vegna Covid-19.
Þessar breytingar felast í því að LOKAÐ verður í Mjölni yfir verslunarmannahelgina, þ.e. frá hádegi á föstudag og framyfir mánudaginn. Þegar opnar í næstu viku verður tveggja metra reglan í gildi sem þýðir fjöldatakmarkanir í tíma og að æfingar verða settar upp í samræmi við þetta. Allt BJJ hjá þeim sem eru fæddir 2004 eða fyrr fellur sennilega niður tímabundið eða þar til annað verður tilkynnt. Þetta þýðir BJJ og Nogi 201, 301 og CT og sennilega MMA, nema sérstakar tækniæfingar. Við erum að skoða þessi mál og bíða eftir að ná sambandi við Almannavarnir en þessar nýju hertu aðgerðir stjórnvalda voru kynntar nú fyrir tæpri klukkustund.
Við biðjum iðkendur í Mjölni að fylgjast vel með tilkynningum okkar, bæði hér á vefnum og á Mjölnir - iðkendur á Facebook.