TILKYNNING UM BARNA- OG UNGLINGASTARFIÐ Í MJÖLNI

TILKYNNING UM BARNA- OG UNGLINGASTARFIÐ Í MJÖLNI
Mjölnir

Í samræmi við tilmæli almannavarna, íþróttahreyfingarinnar og leiðbeinandi viðmið um íþrótta- og æskulýðsstarf frá heilbrigðisráðuneytinu, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, fellur allt barna- og unglingastarf tímabundið niður í Mjölni. Þessar stjórnvaldsaðgerðir koma að sjálfsögðu til vegna Covid-19 og takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Við höfðum áður fellt niður allt barnastarf tímabundið en haldið úti ákveðnum tímum í unglingastarfi. Vegna þessar nýju tilmæla fellur sem sagt hér með einnig allt unglingastarf niður tímabundið eða þar til annað verður tilkynnt. Við erum í sambandi við almannavarnir og Embætti landlæknis og höfum óskað eftir upplýsingum hvort óhætt væri að halda úti ákveðnum æfingum fyrir ungmenni, t.d. þrek- og tækniæfingum, en meðan svör hafa ekki borist höfum við öryggisins vegna ákveðið að fella niður allar æfingar barna- og unglinga þar til annað kemur í ljós. Saman sigrum við veiruna og vonandi varir þetta ástand ekki lengi.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði