ÞREFALDUR SIGUR Í LIVERPOOL OG EITT BELTI

ÞREFALDUR SIGUR Í LIVERPOOL OG EITT BELTI
Bjarki Ómars, Bjarki Þór og Egill

Keppnislið Mjölnis gerði góða ferð til Englands sl. laugardag 30. júlí þegar þeir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson sigruðu allir andstæðinga sína á Shinobi keppninni í Liverpool. Bjarki Ómars og Egill kepptu undir áhugamannareglum en Bjarki Þór þreytti frumraun sína sem atvinnumaður.

Það var Bjarki Þór sem reið á vaðið gegn hinum breska Michael McGowan en Bjarki átti upprunalega að mæta öðrum andstæðingi sem var veikur á keppnisdegi og McGowan kom því inn með mjög stuttum fyrirvara (svo stuttum að þulurinn kynnti rangan keppanda). McGowan var líkt og okkar að maður að stíga sín fyrstu spor sem atvinnumaður í MMA og það kom fljótt í ljós að hann átti lítil erindi í ríkjandi Evrópumeistarann því Bjarki Þór tók andstæðing sinn strax niður, náði bakinu á Bretanum og neytti hann til uppgjafar með RNC eftir aðeins 23 sekúndur. Ekki kannski alveg sú reynsla sem Bjarki Þór hafði vonast eftir en öruggur sigur og atvinnumanna record Bjarka því nú 1-0 en bardagann má sjá hér að neðan.

Hafi okkar menn talið bardaga Bjarka Þórs full stuttan þá áttu hinir tveir svo sannarlega eftir að bæta það upp. Egill var næstur gegn Bretanum Will Jones og sá bardagi var barátta frá upphafi til enda. Egill sigraði fyrstu lotuna nokkuð örugglega en við tók önnur erfiðari og sem Jones vann þó hún hafi verið jafnari en sú fyrsta. Það var því allt undir í þriðju og síðustu lotunni. Eftir jafna lotu náði Egill góðri fellu þegar mínúta var eftir og hélt toppstöðu út lotuna. Allir dómarar voru síðan sammála um að okkar maður hefði unnið bardagann með tveimur lotum gegn einni og því annar sigur í hús og mikið sem Egill tekur með sér úr þessu stríði sem má sjá hér að neðan.

Síðastur okkar manna var Bjarki Ómarsson sem mætti þriðja Englendingum, hinum geysisefnilega Rob Zabitis, í baráttunni um fjaðurvigtarbeltið hjá Shinobi. Þar sem þetta var titilbardagi var ljóst að hann gæti farið í 5 þriggja mínútna lotur (hver lota er 3 mínútur í áhugamanna MMA) og þannig var með þennan bardaga. Bjarki stjórnaði þó bardaganum frá upphafi til enda en Zabitis varðist af mikilli hörku. Bardaginn fór í dómaraúrskurð en það vissu allir hver sigurvegarinn var og dómararnir voru einróma um að Bjarki hefði unnið allar 5 loturnar. Frábær sigur hjá Bjarka og frábær reynsla að fara 5 lotur en bardaginn í heild er hér að neðan.

Nánari umfjöllun um bardagana, viðtöl og fleira má finna á vef MMA Frétta.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði