Flýtilyklar
SUNNA SIGRAÐI SINN ÞRIÐJA BARDAGA
Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigraði Kelly D’Angelo á Invicta kvöldinu á föstudaginn eftir einróma dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga. Þetta var þriðji atvinnumannabardagi Sunnu.
Fyrsta lotan var nokkuð jöfn og náðu báðir keppendur að koma inn nokkrum góðum höggum. Sunna var þó betri í clinchinu og náði að stjórna Kelly um tíma. Í heildina samt nokkuð jöfn lota en Sunna gerði nóg til að sigra hana
Önnur lota var hins vegar klárlega eign Sunnu sem náði t.d. tveimur mjög góðum fellum og komst tvisvar í „mount“ stöðu þó Kelly verðist vel. Sunna átti þessa lotu skuldlaust.
Þriðja og síðasta lotan var mun jafnari. Hún fór að mestu fram standandi þar sem Kelly forðaðist eins og hún gat að láta Sunnu ná fellunni. Sunna sótti en Kelly reyndi að beita gagnárásum en þær voru þó varfærnislegar og lítt ógnandi. Sunna lenti fleiri og betri höggum og svo fór að hún náði fellu þegar tæp mínúta var eftir af lotunni. Það innsiglaði sigur hennar í lotunni og auðvitað sigur í bardaganum.
Svo fór að Sunna sigraði eftir einróma dómaraákvörðun (30-26, 30-27 og 30-27*) og hefur nú eins og áður segir unnið alla þrjá atvinnumannabardaga sína.