Flýtilyklar
STEFÁN FANNAR TVÖFALDUR ÍSLANDSMEISTARI Í BJJ
Keppendur frá Mjölni voru sigursælir á Íslandsmeistaramótum fullorðinna og barna- og unglinga í uppgjafarglímu (nogi) sem fór fram um síðustu helgi. Okkar fólk vann til flestra verðlauna á mótunum eða 15 verðlaun á móti fullorðinna og hátt í 30 í móti barna- og unglinga.
Þeir Stefán Fannar Hallgrímssom, Diego Björn Valencia, Vilhjálmur Arnarsson og Michael Halldórsson urðu allir Íslandsmeistarar í sínum flokki fullorðinna og Stefán Fannar gerði sér svo lítið fyrir og sigraði opinn flokk karla í kjölfarið.
Þá sigraði Emil Juan Valencia opinn flokk unglinga en hann er sonur Diego Björns Valencia sem sigraði þyngsta flokkinn á móti fullorðinna. Diego hefur lengi verið einn af okkar ötulustu iðkendum í bardagaíþróttum en hann var margfaldur Íslandsmeistari í Karate áður en hann snéri þér að keppni í MMA og BJJ. Sannarlega öflugir feðgar þar á ferð og rétt er að nefna að dóttir Diego, Eva Dolores Valencia, vann til silfurverðlauna í sínum flokki.
Nánari upplýsingar og myndir frá mótunum má finna á Facebooksíðu BJJ Sambands Íslands.