REGLUR MJÖLNIS UM SÓTTVARNIR VEGNA COVID-19

REGLUR MJÖLNIS UM SÓTTVARNIR VEGNA COVID-19
Mjölnir

Nýjar reglur varðandi takmörkun á samkomum tóku gildi sl. föstudag, 14. ágúst, og gilda til miðnættis fimmtudaginn 27. ágúst. Líkt og áður miðast takmörkun á fjölda einstaklinga sem koma saman í einu rými við 100 fullorðna. Samkvæmt nýju tilkynningunni eru hins vegar rýmkaðar reglur um nálægðartakmörkun í íþróttum en þar segir m.a. að snertingar séu „heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 2 metra nálægðartakmörkun í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga.“

Heilbrigðistráðuneytið og sóttvarnarlæknir þurftu að samþykkja reglur um þessar æfingar fyrir félögin og hefur Mjölnir nú fengið reglur sínar samþykktar af yfirvöldum. Þær æfingar sem fallið hafa niður hefjast því á ný á morgun, föstudaginn 21. ágúst samkvæmt þessum reglum sem finna má hér að neðan. Æfingar í BJJ, MMA og kickboxi byrja því aftur og gera það strax á morgun. Hámark á æfingu verða 30 manns á æfingu og þurfa allir iðkendur að skrá sig í tíma á netinu til að taka frá pláss. Þá hvetjum við iðkendur til að fara í sturtu heima svo umferð um búningsklefa verði sem minnst.

Stjórnvöld munu svo endurmeta þörf á takmörkunum eftir því sem efni standa til.
 

MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði