RÚMLEGA 100 KEPPENDUR Á MJÖLNIR OPEN UNGMENNA 2023

Mjölnir Open ungmenna fór fram um nýliðna helgi. 105 keppendur frá 5 félögum sóttu mótið og heldur uppgangur íþróttarinnar áfram hér á landi.

Krakkarnir voru uppfullir af orku og áhuga á mótinu og fór mótið afar drengilega fram. Allir gerðu sitt besta og eftir hverja glímu var þakkað fyrir glímuna. Eins og á öllum krakkamótum var mikil gleði á glímuvöllunum og eru þessi mót frábært tækifæri fyrir krakkana að þróa sína hæfileika.

Svona mót kjarna líka lærdóminn sem hlýst við að glíma. Það er enginn sem vinnur allar sínar glímur alltaf. Krakkarnir læra því að halda áfram eftir tap, hrista af sér tapið og halda áfram í næstu glímu – hvort sem það er í keppni eða bara á æfingu. En aldrei að gleyma að þakka mótherjanum fyrir glímuna.

71 keppandi kom frá Mjölni, 17 frá VBC, 17 frá Reykjavík MMA, 9 frá Sleipni og 2 frá Atlantic á Akureyri. Mjölnir vann flesta flokka eða 17 af 25 flokkum. Öll úrslit mótsins má sjá á Smoothcomp hér.

Áslaug-Pálmadóttir

Áslaug Pálmadóttir Thorlacius sigraði opinn flokk stúlkna. Þetta er í fyrsta sinn sem Áslaug vinnur opna flokkinn en hún hafði hafnað í 2. sæti tvö ár í röð. Hún er því vel að sigrinum komin og gat loksins tekið bikarinn heim.

Áslaug er ein efnilegasta glímukona landsins en hún hefur æft í Mjölni í fjölmörg ár. Áslaug vann einnig til verðlauna í -75 kg flokki drengja þar sem hún hafnaði í 3. sæti. Áslaug kaus að keppa með drengjunum í þyngdarflokkunum til að fá fleiri glímur og náði Áslaug þremur sigrum. Frábær árangur hjá Áslaugu um helgina! 

Haukur Birgir Jónsson var tvöfaldur sigurvegari um helgina. Haukur átti frábæran dag þegar hann vann -75 kg flokk drengja 16-17 ára. Þar vann hann allar fimm glímurnar sínar, allar á uppgjafartaki og án þess að fá eitt stig skorað á sig!

Hann náði svo í annað gull þegar hann vann opinn flokk drengja eftir tvær glímur. Í úrslitum mætti hann Steinari Bergssyni í hörku glímu og var það eina glíman sem hann náði ekki að klára með uppgjafartaki. Virkilega efnilegur glímumaður sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Þökkum öllum sjálfboðaliðum kærlega fyrir vel unnin störf um helgina. Án sjálfboðaliða er ekkert mót og því gríðarlega mikilvægt að fá fá gott fólk með í lið.

Haukur-Birgir


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði