ÓMAR YAMAK MEÐ BRONS Á EM

ÓMAR YAMAK MEÐ BRONS Á EM
Ómar Yamak

Okkar maður, Ómar Yamak, náði frábærum árangri á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu sem fram fór í Lissabon um síðustu helgi en hann hafnaði í 3. sæti í sínum flokki eftir erfiðar glímur.

Kristján Helgi Hafliðason, Inga Birna Ársælsdóttir og Ómar Yamak, öll úr Mjölni, kepptu á Evrópumeistaramótinu. Kristján Helgi og Inga Birna kepptu fyrr í vikunni þar sem Kristján komst í 8-manna úrslit en Inga datt út í 1. umferð. Ómar keppti svo í -70 kg flokki brúnbeltinga.

Ómar Yamak vann fyrstu glímuna sína með Bow and Arrow hengingu. Næstu tvær glímur vann hann á stigum og var hann því kominn í undanúrslit. Í undanúrslitum mætti hann Richar Emiliano Nogueira þar sem hann tapaði á stigum í mjög jafnri glímu. Ómar kemur því heim með bronsið frá mótinu en þetta er stærsta glímumót heims með yfir 4000 keppendum. Nogueira tók svo gullið í flokknum hans Ómars.

Glæsilegur árangur hjá Ómari á þessu sterka móti en Ómar þjálfar og æfir BJJ í Mjölni.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði