Flýtilyklar
OKKAR STEPLUR Á GOLDEN GIRL ÆFINGABÚÐUNUM
Davíð Rúnar yfirþjálfari okkar í hnefaleikum fór um helgina út með föngulegan hópa hnefaleikastúlkna úr HR/Mjölni til að taka þátt í Golden Girl æfingabúðunum í Svíðþjóð.
Æfingar gengu afar vel og óhætt að segja að stelpurnar komi allar heim reynslunni ríkari en þarna voru samankomnar á bilinu 70-80 stelpur víðsvegar af úr Evrópu til að læra og bæta sig, allt frá silfur medalíum á Junior EM og Norðurlandameisturum niður í mjög unga diploma keppendur þannig að nóg var í boði fyrir alla.
Jem Campbell núverandi Golden Girl síðustu tveggja ára ásamt Lenny, Simon og Jake þjálfurunum hennar sáu um þessar æfingabúðir og eiga mikið hrós skilið, mjög vel upp sett og allt til fyrirmyndar. Einnig mikið takk á alla hina klúbbana og þjálfarana!
Þetta er það besta við þetta allt, að fá tækifæri til að fara erlendis til að auka þekkinguna sína sama hvort það snýr að mér sem þjálfara/kennara eða að stelpunum sem boxurum, á svona stöðum verða mestu breytingarnar.
Að sögn Davíð Rúnars eigum við fullt erindi bæði í karla og kvennaboxi á þessu sviði og framtíðin er mjög björt hjá íslensku hnefaleikafólki.