Flýtilyklar
NÝTT Í MJÖLNI - FREYJUAFL
Mjölnir mun bjóða upp á tvo glæný námskeið í júní.
Freyjuafl fyrir verðandi mæður er meðgöngunámskeið með alhliða æfingum en áhersla lögð á mjóbak, kvið og grindarbotn. Á námskeiðinu er notast við bjöllur, teygjur, thai padsa, æfingabönd o.fl. æfinga- og hjálpartæki.
Freyjuafl fyrir nýbakað mæður er mömmunámskeiði þar sem unnið er að því að styrkja kjarnann og grindarbotn eftir meðgöngu, og efla styrk og þol. Lítil kríli eru velkomin með ef móðirin treystir sér til. Hér ættu allar að finna eitthvað við sitt hæfi en á námskeiðinu verður unnið með bjöllur, teygjur, thai padsa, æfingabönd o.fl. æfinga- og hjálpartæki.
Þetta eru skemmtileg og krefjandi námskeið þar sem unnið er á hraða hvers og eins og allar verðandi og nýbakað mæður ættu að hafa gaman.
Skráðu þig núna og tryggðu þér pláss.