NÝIR YFIRÞJÁLFARAR Í YOGA

NÝIR YFIRÞJÁLFARAR Í YOGA
Tómas Oddur og Dagný Rut

Dagný Rut og Tómas Oddur hafa tekið við sem yfirþjálfarar í yoga í Mjölni en Steinunn Þórðardóttir sem verið hefur yfirþjálfari í yoga um árabil hverfur nú til annarra starfa auk þess að vera í háskólanámi. 

Dagný og Tómas eru bæði útskrifuð með grunnréttindi í yoga hjá Yoga Shala Reykjavík. Þá er Tómas einnig með framhaldskennarapróf í Brahmni Yoga á Indlandi 2015. Tómas hefur um sjö ár reynslu af samfelldri yogakennslu og hefur komið víða við, en hann er einnig stofnandi Yoga Moves sem eru yoga-, dans- og hugleiðsluviðburðir með tónlist, iðulega lifandi tónlist. Tómas hefur í tengslum við þetta haldið stóra viðburði í Hörpu, Gamla Bíói, Hofi Akureyri, á Karnivalinu á Menningarnótt sem og erlendis. Nýjasta verkefni hans er vinsæla námskeiðið „Yoga fyrir stirða stráka“ sem yfir 600 karlmenn á Íslandi hafa sótt. Tómas er bæði kennari og meðeigandi í Yogashala þar sem Dagný kennir jafnframt og vinna þau saman þar við rekstur Yoga Shala.

Dagný er að auki með kennararéttindi í Yoga Nidra frá Amrit sem hún hefur verið að kenna í Mjölni einu sinni í viku. Þá kennir hún einnig í menntaskólum og hefur verið með námskeið til að kynna yoga fyrir ungu fólki.

Tómas og Dagný hafa verið að mæta í Víkingaþrek Mjölnis í rúm tvö ár og segja það frábæra blöndu við yoga. Leggja þau áherslu á einlægni í yogakennslu sinni að kenna frá hjartanu, sjálfskoðun , öndun, líkams- og núvitund.

Á sama tíma og við þökkum Steinunni fyrir vel unnin störf bjóðum við Dagný Rut og Tómas hjartanlega velkomin til starfa.


MjölnirMjölnir MMA

Flugvallarvegur 3-3a
102 Reykjavík
Iceland

+354 534 4455
mjolnir@mjolnir.is

OPNUNARTÍMAR

Mánudagar og miðvikudagar: 06:15 - 22:00

Þriðjudagar og fimmtudagar: 07:00 - 22:00

Föstudagar: 06:15 - 20:00

Laugardagar: 08:45 - 15:00

Sunnudagar: 10:00 - 15:00

Æfingasalir loka samkvæmt stundatöflu þegar síðasta tíma lýkur en lyftingasalir eru opnir mán.-fim. til 22:00 og fös. til 20:00.

Sauna, heiti- og kaldi pottur loka 15 mínútum á undan skipulagðri lokun.

Skráning á póstlista

Svæði